þriðjudagur, mars 15, 2005

...hún amma Sigga mín á afmæli í dag, til hamingju með það! :* Býst við að þeir sem ákváðu að kíkja til hennar í kaffinu hafi fengið fullt af gómsætum kökum, þannig er hún bara. :) Annars allt að verða vitlaust í afmælum þessa dagana, Ari Björn 1 árs þann 8. og einhverjir fleiri sem ég þekki áttu líka afmæli þann dag. Eignaðist lítinn frænda úti í Bretlandi þann 10. og Madda Stína varð ári eldri þann 13., amma á afmæli í dag og Sindri á morgun og svo þykist Dana eiga stórafmæli í lok mánaðarins. Er svo boðið í tvöfalt afmæli á laugardaginn og Seyðisfjörður á þriðjudaginn svo það er bara allt að gerast! :)

Hvað er það samt að vera með dömubinda- og bleyjuauglýsingar fyrir leiðarljós??? Er ekki næstum bara gamalt fólk sem horfir á það? Mér finnst þetta vera frekar kaldhænislegt! Uss Vanessa er fyrir framan hús sem er samlitt peysunni hennar, þetta er æsispennandi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Sirrý sæta:)

Til hamingju með ömmu þína;)

Sjáumst :)

Nafnlaus sagði...

ég horfi stundum á það þegar ég hef ekkert að gera svo er það líka góð afþreiing á þinkudögum :)
og við sjáumst svo í næstu viku get ekki beðið eftir að koma heim og hitta alla :)
kossar og knús frá gentofte (köben)