...helgin var með svipuðu sniði og venjulega. Afslöppun og tívígláp á föstudaginn, tvöfalt afmælispartý og hrikalegt djamm á laugardaginn og hroðaleg leti og át á Álftanesinu á sunnudaginn. Ekki hægt að kvarta yfir neinu þarna, skemmti mér konunglega öll kvöldin og naut lífsins út í fingurgóma.
Í dag hefur svo bara verið snatterí um borgina í félagsskap gamalla og góðra vina. Skildi símann minn reyndar eftir í hleðslu hjá Nedda og Gyðu og varð þá ungfrú vinsæl og allir að hringja í mig. Verst að missa af að hitta Möddu en það kemur bráðum sumar og þá getum við leikið okkur saman oft og mörgum sinnum.
Þarf víst að fara að finna tösku og henda einhverjum tuskum í hana. Var tilkynnt áðan að þvottavélin á ættaróðalinu væri biluð og því þarf ég að fara í gegnum þvottakörfuna og athuga hvort einhverjar merkilegar flíkur liggji þar eða hvort þar séu einungis garmar sem meiga alveg missa sín þessa viku sem ég stoppa í menningunni fyrir austan. Best að drífa þetta af svo ég geti tirtildúfast í kvöld...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli