...er eitthvað svo eirðarlaus og hata það. Sit hérna og skoða dýrt drasl á internetinu og læt mig dreyma um betri fjárhagslegatíma. Samt ekki eins og ég verði að eiga allt og ekki einu sinni eins og mig langi það í rauninni en alltaf gaman að láta sig dreyma.
Var í mat á Álftanesinu áðan og án þess að vera að reyna að sleikja einhverja upp þá var þetta alveg ótrúlega góður matur eins og vanalega. Ég er bara komin með matarást á þessu fólki! :) Var samt dugleg og náði að hemja mig, borðaði eins og eðlileg manneskja og afþakkaði köku í eftirrétt þvíég var svo mett. Er reyndar ennþá asnaleg í maganum svo það spilaði svolítið mikið inn í. Er búin að lofa að fara til læknis ef þetta fer ekki að lagast og fyrst að það loforð hefur verið gefið lagast þetta örugglega eftir nokkra daga, þannig er það alltaf sem betur fer.
Svo var auðvitað idol á föstudaginn, öllum þrælað í mini-bíóið í Seljahverfinu og mikið stuð þar. Auðvitað tók hún Hildur Vala þetta en Heiða var samt rosalega góð líka. Svo var öllum hollað niður í bæ og sumir djömmuðu fram á morgun, ég stakk samt af um 4-leytið. Var rosalega lúmsk, tékkaði á stelpunum og þegar þær voru ekki að horfa reif ég úlpuna mína af stólnum og hljóp niður og út. Hafði varla tíma til að klæða mig áður en ég þaut út og burt frá soranum! ;) Verst að ég var ekki alveg svona frá á fæti daginn eftir þegar ég varð fórnarlamb mestu þynnku sem um getur. Svona illa held ég hreint út að mér hafi aldrei liðið áður og óska ekki mínum versta óvini að þurfa að lenda í svona. Verð samt að viðurkenna að ég glotti við tilhugsunina að Bogi væri kannski þunnur í dag bara svona því hann var að stríða mér í gær. En uss það er samt ljótt því hann leyfði mér að kúra í sófanum sínum með teppið góða og horfa á tívíið með sér. Ekki allir sem hefðu kært sig um að hafa svona hræ inni hjá sér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli