föstudagur, mars 18, 2005

...er ekki veðrið alltaf sígilt umræðuefni? Fór út í gær í skítaveður í síðu góðu úlpunni, með húfu og vettlinga og allan pakkann. Var meira að segja með trefil í töskunni svona til öryggis, svo illa leist mér á veðurútlitið. Kem heim í dag dúðuð frá höfði og niður í 6 gráðu hita, alveg að stikna og eins og auli þegar allir aðrir voru á peysunni *crazy fólk sem hugsar ekki um heilsuna ;)* eða á jökkum. En pifff bara gaman að láta stara á sig!! Græddi samt pylsu, ekki af því að ég var í úlpu heldur því ég er bara ég híhíhíhí. Verð samt að vona að það komi ekki aftur svona kuldakast því ég subbaði sinepi á hana bara til að vekja ennþá meiri athygli! :( Þarf víst að fara að rölta í hreinsun með gripinn góða.

Svo var St.Patricksday í gær og við ákváðum að halda upp á írskablóðið sem rennur í okkur og drekka smá bjór á tilboði. Var meira að segja svo rosalega "heppin" að græða einhverjar tvær forláta húfur sem ég tróð auðvitað beint í töskuna, söfnunaráráttan sko, þið vitið ég er víst þegar allt er tekið saman kvenkyns. Verst að ölið fór eitthvað öfugt ofan í mig og það vottar bara fyrir þynku í dag (nei ég drakk ekki svo mikið!!!)! Maginn ennþá eitthvað að stríða mér og þolir ekkert *bölv og ragn*. Er farin að hallast að öllausu afmæli á morgun en er þetta ekki eitt af því sem allir segja og engir framkvæmir? Svona eins og að hætta að borða nammi það sem eftir er ævinnar því sykur er eitur...

Engin ummæli: