mánudagur, apríl 04, 2005

...rólegheitin eru bestu heitin sagði einhver og hef ég haft þau orð að leiðarljósi upp á síðkastið. Hef bara legið og slappað af og haft það gott á Neshaganum. Skrapp reyndar aðeins út með stelpunum á laugardaginn en var mjög róleg og fór snemma heim. Passaði alveg upp á drykkjuna og var bara rosalega stillta stelpan aldrei þessu vant enda kannski alveg kominn tími á það sko *ehemmm*.

Á morgun byrjar svo framhaldsheilsuátakið, sem sagt að byrja að hreyfa sig aðeins. Er löngu byrjuð að reyna að hugsa um matarræðið þó það gangi mjög mis vel! Hef samt verið óvenju góð í namminu, það er að borða lítið sem ekkert af því en nartaði nú samt í smá kex enda ekki hægt að hætta öllu í einu. En allavega þá er sund á morgun og bara harkan sex, nenni ekki að fitna upp úr öllu valdi svo það er best að taka á þessu slabbi strax. Verð að komast í fínu pilsin mín þegar sólin fer að glenna sig framan í okkur!!!

En er farin að kúra mig hjá Gunna og tölvunni, þau eru víst óaðskiljanleg þessa dagana *hrumpf* þó mér hafi tekist að stela henni í smá stund...

Engin ummæli: