...haldiði ekki að konan sé bara að fara að glápa á Eddie Izzard á Broadway á eftir. Ætlaði ekkert að fara en Atli "bró" ákvað að fara frekar á einhverja MR-samkundu og ég fékk miðann. Gaman gaman, veitir ekki af smá hlátri inn í mitt annars svo ákaflega dapra líf!! ;)
Tja annars ekkert voðalegt að frétta, Idol á morgun í Breiðholti af öllum stöðum. Fólk bara rekið upp í kuldann og vindinn til að sjá úrslitin! ;) Verð að vera tilbúin á fyrra fallinu aldrei þessu vant svo ég komist þangað. Uss uss uss það sem á mann er lagt og ég hvorki búin að velja dressið eða gera prufumálningu!! Hahahaha sé það í anda gerast einhverntímann, kannski daginn sem ég gerist Sirrý ákaflega vel skipulagða og ég efast um að það gerist í bráð. Hvað ætli laugardagurinn bjóði upp á?? Veit um eitt stykki afmæli og gæti hugsanlega laumað mér þangað inn með því að nota nafnið Bogga en ég veit ekki hvort ég nenni því. Skilst að það sé ekkert líkt með okkur í útliti þó að hægt sé að ruglast á okkur í síma!
En best að klára að gera mig tilbúna fyrir Izzard-inn, má ekki láta manninn bíða... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli