sunnudagur, mars 27, 2005

...rosalegt djamm ala Seyðisfjörður í gær og þynnkan eftir því í dag. Annað hvort verð ég að bíta í það súra epli að vera alveg að verða gömul eða þá að þessi fræga magaflensa er ennþá að stríða mér, amk hef ég aldrei orðið jafn þunn og ég var í gær og svo fyrir 2 vikum síðan. Drakk nú bara 5 og hálfan bjór í gær og varð alveg blindfull og hroðalega veik í dag. Held að þetta sé maginn að óþekktast því þetta er alls ekki venjulegt fyrir mig og núna hef ég ákveðið að kíkja til læknis út af þessu. En þrátt fyrir mikla vanlíðan tókst mér að pína í mig kvöldmatnum og halda honum niðri. Hefði líka verið frekar ógeðslegt að hlaupa frá borðinu til að kasta upp, sérstaklega þar sem við vorum með gesti í mat. Var samt fljót að hressast eftir matinn og þegar kom að eftirréttnum var ég í fullu fjöri. Ákvað samt að vera róleg í kvöld og ekkert að sjússast neitt ef ég mundi kíkja út en það er svo notalegt að vera bara heima með mömmu og pabba að ég nennti ekki að fara á eitthvað útstáelsi.

Páskaegg á morgun *sleikja út um*...

Engin ummæli: