miðvikudagur, mars 02, 2005

...oj hvað ég er þreytt, skil þetta bara ekki! Fór frekar snemma að sofa í gær en var alltaf að vakna eins og nóttina á undan. Fór svo á fætur fyrir klukkan 10 og hentist í búð að kaupa kók og eitthvað að maula handa veika manninum. Fór svo í morgunkaffi til Gyðu Ameríkufara, hafði ekkert hitt hana frá því að hún kom aftur til landsins. Alveg ónýtt. Sit bara heima núna og reyni að gera eitthvað svo ég fari ekki að sofa. Er alveg máttlaus í líkamanum og finn að ég gæti sofið fram á kvöld en þeir sem allt þykjast vita segja að það sé alveg bannað. Uss skil ekki hvaðan þær upplýsingar koma, eins og það er gott að sofa á daginn. Verst að maður missir af öllu en á hinn bóginn kemur maður miklu í verk því það enginn til að trufla mann á nóttunum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ er búin að setja inn nokkrar myndir á sýðuna mína... rosalega dugleg... atla að setja fleiri þar á meðal eina góða af þér :) síðan á áramótaballiog bara 16 dagar þar til ég stíg á klakan
kv.
herdís