mánudagur, febrúar 28, 2005

...mér finnst ab-mjólk í alvörunni góð, er ég skrítnari en aðrir eða þykir þetta fullkomnlega eðlilegt? Fór á djammið á laugardaginn og það var hroðalega gaman þó þetta væri ansi óvenjulegt djamm. Við Alda opnuðum fyrsta bjórinn klukkan 17:30 og sátum hérna bara tvær til rúmlega miðnættis en þá kom Klemens að ná í okkur svo við gætum veitt honum félagsskap meðan hann tók sig til. Við vorum búnar að gella okkur hroðalega upp og sjaldan hafa tvær ungar konur verið svona rosalega ánægðar með sig. Þegar Alda var búin að hözzla og Klemens var að spjalla reyndi ég að hafa samband við Gunna en hann vildi ekkert við mig tala, bölvaður!! Sendi honum líka sms sem hann fékk eftir að við vöknuðum á sunnudaginn!! Þannig að eftir að hafa dansað eins og hóra sat ég og spjallaði við Snorra Guðjóns til lokunar. Komumst að því á endanum að þeir Gunni höfðu verið að vinna saman, gaman að því! Rölti svo með Snorra niður á Lækjartorg og aftur upp því ég ætlaði sko að fá far heim með Gumma vini hans en þegar ég var kominn inn í bílinn og búið að hlaða svíum allt í kringum mig hringdi Gunni loksins. Allir í bílnum andvörpuðu og svo var hafist handa við að komast aftur út úr bílnum sem var miklu erfiðara en að komast inn í hann. Stóð svo úti og svipaðist um eftir Gunna, þá kom einhver strákur og fór að spjalla við Snorra. Ég leit eitthvað á hann og fór aftur að skima í kringum mig og eftir þónokkra stund fattaði ég að Snorri var að tala við Gunna. Ég þekkti ekki minn eiginn kærasta því hann var búinn að snyrta skeggið!! :S Hvað þýðir þetta? Er ég með athyglisbrest?? Minnisleysi?? Rakar Gunni sig alltof sjaldan?? Eða fæ ég of lítinn kvalití kærastatíma??? *Hux Hux* Þegar heim var komið elduðum við dýrindis núðlur sem ég kryddaði með öllum kryddum sem ég fann í íbúðinni og fannst þetta bara alveg geðveikt gott, hefði örugglega ekki fundist þetta hundum bjóðandi ef ég hefði átt að borða þetta áður en ég fór út!

Á sunnudaginn var ég svo hroðalega villt að stinga karlinn af og fara á Grillhúsið með Ingu Hrefnu þar sem ég piggaði mig út af nachos og hamborgara og frönskum *jömmers*. Svo var haldið í 10-11 og keypt nammigott og lentum við í afskaplega skemmtilegri lífsreynslu þar. Afgreiðsludaman gleymdi að láta Ingu fá afganginn og hún fattaði það ekki fyrr en var búið að afgreiða mig. Inga sagði að sig vantaði afganginn en afgreiðsludaman sagði "ég man eftir að hafa látið þig fá til baka, ég stend fast á þessu". Hún endurtók þennan frasa oftar en góðu hófi gegnir og strákur sem var að vinna þarna var að fara yfir um honum leið svo illa út af þessu en stelpan lét sig ekki. Hún lét við Ingu eins og hún væri krakkaskítur og sagði henni að leita í vösunum og leita betur og ég veit ekki hvað og hvað. Á endanum sagði ég "peningarnir geta nú varla hafa horfið" og þá sagði daman "ég stend fast á að hafa gefið þér til baka, þú borgaðir með þúsundkalli" Ég alveg "nei það var ég sem borgaði með þúsundkalli". Inga borgaði sko með korti, þá sagði daman "já ég man núna ég veit upp á mig sökina, borgaðu henni afganginn". Hún sagði ekki einu sinni afsakið!!! Mér finnst að Inga eigi að kvarta, gengur ekki að það sé komið fram við mann eins og ótíndan þjóf þegar maður bendir afgreiðslufólki á mistök. Enda mundi ég ekki nenna að stela 448 kr en ég vill samt fá þær til baka enda hef ég ekkert efni á að halda 10-11 uppi. Sú keðja getur nú ekki verið í svo miklum kröggum amk ekki miðað við vöruverðið þar *fjúffff þurrka svitann af enninu*...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvar eru jóla og áramótamyndirna?
herdís

Sirrý Jóns sagði...

...heyrðu þær eru bara vel geymdar í tölvunni minni! :D Já ég veit verð að fara að henda þessu á netið, alltaf verið að skamma mig *sniff sniff*...

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)