fimmtudagur, febrúar 03, 2005
...bíómyndaglápið heldur áfram og í gær var horft á Old School sem var alveg ágæt bara. Var svo heppin að maðurinn bauð í heimatilbúinn mat og var brunað í bæði Krónuna og Nóatún. Í Krónunni festu þeir félagar kaup á samtals 40 núðlupökkum því þeir voru á tilboði á 9 kr stk. Þeir sjá greinilega fram á blankan mánuð!!! Enda ekki von að fólk sé blank eftir að hafa keypt 5 kjúklingabringur á næstum því 2000 kall. Mér var brugðið enda hef ég ekki fest kaupa á kjúkling síðan ég var í Svíþjóð. Bringur sem þar voru étnar í öll mál eru á sunnudagssteikurverði hérna, jesús minn góður! Sem betur fer var þetta herramannsmatur sem maðurinn galdraði fram með smá brasi og afskiptum frá aðstoðarkokkum í ýmsum stærðum og gerðum ég gerði samt minnst af því. Hefði líka verið hrikalega að leggja peninga í svona stóra fjárfestingu og þetta hefði bara verið óætur andskoti, ég segji ekki annað...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli