mánudagur, febrúar 14, 2005

...valentínusardagurinn í dag og ástin liggur í loftinu. Bara gaman að því! :) Ég hef svo sem ekkert voðalega rómantískt planað en skilst að það eigi að gefa mér eitthvað fóður og svo bara hangsa. Býst nú við að sofna snemma aldrei þessu vant sökum mjög lítils svefns í nótt. Ég var sófadýr hjá Ingu og Klemensi því ekkert okkar var reddý í svefn, reyndar stakk Inga okkur Klemens af um 5-leytið en við skemmtum okkur konunglega tvö ein með kaffi í bolla og Queer as Folk í tækinu. Það var sem sagt smá skólaskróp í dag en það er alveg ok því það var ekkert svo mikill skóli hjá mér.

Annað í fréttum er það að ég mundi loksins eftir að kaupa mér uppþvottabursta og alveg kominn tími á það. En fyrir þá sem ekki vita þá hvarf gamli uppþvottaburstinn minn á mjög dularfullan hátt. Það er þrennt sem kemur til greina, gleymdi honum í svítunni þegar var verið að gera við gólfið hjá mér, einhver stal honum eða þá að ég hennti honum. Býst sterklega við að ég hafi gleymt honum því varla fer einhver að stela uppþvottabursta! Borða sem betur fer ekki mikið heima hjá mér þannig að þetta reddaðist alveg. En já ég veit, þetta hljómar subbulega...

Engin ummæli: