föstudagur, febrúar 11, 2005

...þá er ég búin að fá út úr blóðprufunum ógurlegu sem ég fór í í síðustu viku. Þar kom ýmislegt undarlegt í ljós og læknirinn hristi bara hausinn og sagði að ég ætti að fara í aðra prufu eftir svona 2-3 vikur. Það voru sem sagt einhverjir þættir þarna sem pössuðu bara alls ekki saman en hvað get ég sagt og gert við því? Nákvæmlega ekkert, svona er bara blóðið mitt og ekkert múður með það.

Var aldrei þessu vant sofnuð á kristilegum tíma í gær, konan búin að bursta um hálf eitt, setti spólu í tækið og steinsofnaði en það var ekki lengi. Fólk er víst ekki vant því að ég sofni snemma því um 2 leytið var hringt. Það var einhver einmanna maður í símanum sem fannst rúmið sitt svo tómlegt og auðvitað sá ég aumur á honum og leyfði honum að gista enda ákaflega góðhjörtuð og léttlynd manneskja!! ;) hehehehehe. Versta var að símhringjarinn svaf eins og steinn og hraut eftir því meðan aumingja ég var andvaka til að verða 6. Dagurinn í dag fer sem sagt í að halda mér vakandi, horfa á Idol, horfa á video og borða nammi. Á sennilega eftir að sofna yfir videoinu en þar sem ég býst við því gerist það alveg pottþétt ekki...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uff tekki tessa stødu vel...lendi oft i tessu tegar peter er uti og kemur svo seint heim og eg vakna vid tad...hann sofnar strax og eg ligg lengi og get ekki sofid tratt fyrir mikla treytu