...líður eins og ég sé með sand í augunum núna. Er að drepast úr þreytu því ég vakti alltof lengi við að lesa í sænsku skáldsögunni minni sem er að verða alveg þræl spennandi. Hefði alveg getað lesið lengur en píndi mig til að setja bókamerkið í hana og leggja hana í gluggann og það kostaði mikið erfiði. Eftir það lá ég lengi og hugsaði um bókina, ekki það að þetta sé svo merkileg bók en hún á samt allan minn huga þessa dagana.
Langaði í nammi áðan en eitthvað fólk sem var svo duglegt að vera úti að skokka í hádeginu eyðilagði það mjög snögglega. Bölvaða duglega fólk sem hleypur um brosandi og er heilsan uppmálað meðan ég sjálf er grá og guggin og ósofin! Tókst samt að taka eina skynsamlega ákvörðun í gær svona heilsulega séð og hún var að kaupa mér pastasalat og vínber í staðinn fyrir hamborgara og franskar. Duglega konan, aldrei þessu vant...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli