mánudagur, febrúar 21, 2005

...konan bara vöknuð og það fyrir rúmum klukkutíma! Þið sem þekkið mig gætuð spurt ykkur sjálf "hvað kom eiginlega fyrir?" og ég get heiðarlega svarað að ég hef bara ekki hugmynd um það. Varð jafn hissa sjálf þegar náttúrulega vekjaraklukkan eða eins og hún heitir í daglegu tali þvagblaðran tók til sinna mál og henti mér fram úr rétt rúmlega sex. Mín var ekki sátt eins og gefur að skilja!

Annars er best að blogga fallega og kurteislega um matarboð gærkvöldins fyrst að litlu dýrin eru komin með slóðina að þessari síðu! ;) Okkur Gunna var sem sagt boðið í mat til foreldra hans eins og síðustu sunnudaga. Þeir sem mig þekkja sem eru víst alveg þónokkrir vita að ég slæ aldrei hendinni á móti ókeypis mat, það er bara ekki forritað í mig. Hef samt tekið eftir að það er alltaf eitthvað að veðri þegar okkur er boðið til þeirra, fyrst var brjálað rok, næst snjóbylur og í gær mjög dimm þoka á Reykvískan mælikvarða. Bara spennandi að vita hvernig veðrið verður næst. Fengum þessa dýrindis heimatilbúnu pizzu sem ég tróð í mig af bestu lyst þrátt fyrir að vera alveg að sprina á limminiu sökum fýluosts, kex og nammi sem var mjög skemmtilega stillt upp beint fyrir framan mig. Það var ekki stoppað þarna heldur voru skornir niður ávextir og búin til skyrberjaappelsínusósa og borðað í eftirrétt. Ananasinn frægi naut langmestra vinsælda nærstaddra og þurfti sjálfur gesturinn hálfpartinn að slást við þau systkinin til þess að fá svo mikið sem einn ananasbita!! ;)

Konudagurinn var víst í gær og eins og ég spáði voru engar gjafir eða blóm *sniff sniff* en fullt af knúsi. Var reyndar tilkynnt klukkan 00:01 að nú væri þessi dagur formlega búinn og þar með öll fríðind, sem áttu víst að fylgja þessu degi en ég tók ekkert sérstaklega eftir, búin. Konan tók til sinna ráða, setti upp skeifur og kreisti fram tár og fékk sitt fram eða var það einhvernveginn öðruvísi? *Hux hux*

Sjitt vissi ekki að ég hefði svona mikið að segja, ég sem er yfirleitt alltaf svo fámál *hóst* en verð að koma einu að. Þrátt fyrir að ég fengji ekki neinar gjafir frá "manninum mínum" þá fékk ég gjöf frá mömmu hans Gunna sem var að koma af ráðstefnu í Budapest. Það kom mér skemmtilega á óvart því ég bjóst alls ekki við þessu. Fékk sett af 5 Christian Dior glossum sem er nú ekkert slor og þau eiga eftir að koma að góðum notum! :D Takk takk takk takk fyrir mig...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég á solleiðis frá lancome með voða góðum lyktum...berja og melónu:D