...ahhhh mín er södd og sæl eftir saltkjöt og baunir hjá foreldrum Gunna. Mjög gott að fá baunasúpu og sérstaklega í svona ömurlegu veðri eins og er í dag. Svo voru bollur og spjall í eftirrétt og ég send heim með súpu í dollu til að borða á morgun, ekki leiðinæegt það.
Klemens hélt upp á afmælið sitt í gær, orðinn 25 ára karlinn. Hann bauð upp á bollu og meðlæti og daman varð voða skemmtileg amk að eigin áliti. Skelltum okkur auðvitað í bæinn þar sem ég ætlaði aðeins að skreppa til Gunna og fara svo að hitta krakkana en varð svo hroðalega syfjuð að ég fór bara heim. Það var samt örugglega klukkutíma biðröð í taxa þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um hálf 5. Það sem bjargaði algjörlega þessari bið var fólkið sem var fyrir aftan okkur í röðinni, við spjölluðum heilmikið við þau og skemmtum okkur konunglega. Ég lofa að vera aktívari á djamminu næst þegar ég fer, það er bara einhver óstjórnleg þreyta sem hrjáir mig þessa dagana - sem og aðra!! En hvenær næsta djamma verður veit nú engin því blankan ógurlega er í heimsókn og virðist ekkert vera á förum! :(
Núna sit ég bara alein heima og hef það næs og maula brjóstsykursinn sem ég keypti fyrir rúmri viku. Held að það sé samt alveg að koma tími á tannburstun og kannski svona 2 þætti af 24...
2 ummæli:
Heyrdu..hvad er verid ad eyda peningunum í djamm og vitleysu. Áttiru ekki ad vera ad safna fyrir vorhelgarferd til Stokkhólms ;)
...hej eyddi engu á djamminu, er svo hrikalega sniðug! ;) En er samt blönk *grát grát* hvert fóru "allir" peningarnir???
Skrifa ummæli