sunnudagur, febrúar 20, 2005

...ligg hérna heima hjá Gunna og bíð meðan hann er í baði. Hef verið róleg alla helgina og það er bara fínt. Er reyndar að fara að drekka einn bjór núna en bara einn og horfa á bíómynd og kúra mig eins og ég hef gert í mest allan dag. Ekki amarlegt það! :) Svo er bara konudagurinn á morgun, ég á víst að fá fullt af athygli og svo er okkur boðið í mat til foreldra hans. Heppna ég hvað þau eru viljug að bjóða í mat því þá fæ ég amk eina heimalagaða máltíð á viku! :) Hef samt ekki mikla trú á fullt af blómum og gjöfum en alveg fullt af faðmi klikkar svo sem aldrei...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ. Ásta beibí benti mér á þessa síðu og hún á án efa eftir að lesa síðuna og þar með þetta comment á morgun ef ég þekki hana rétt (sem ég geri) - Hæ Ásta. Varð að kíkja á þetta og tékka á þessu.

Annars hef ég tekið þá ákvörðun að þið mætið ekki aftur í mat hjá okkur; þið étið alltof mikið, sérstaklega þú Sirrý. Tekur alltaf "þriggja til fjögurra mánaða-pakkann" á þetta ef þú veist hvað ég á við, sem þú gerir... auk þess tókstu of mikinn ananas, sem ég líð ekki.

En að öllu gamni slepptu þá lítur þetta bara nokkuð vel út hjá þér kelling og þú virðist skrifa nokkuð reglulega (held ég). Flottgott. Þú átt eftir að iðrast þess að hafa gefið upp þetta netfang síðar meir :)

Sjáumst,
Atli beibí

Sirrý Jóns sagði...

...æ úff hvað hef ég gert, hvað hef ég GERT!?!?!? Hefði aldrei átt að segja ykkur frá þessari síðu, nú fæ ég ekki stundlegan frið. Ég virðist ekki vera alveg jafn snjöll og ég vildi trúa. :S

Auðvitað tók ég 3-4 mánaða skammtinn á þetta, get ekki annað þegar það er alltaf hrúað á diskinn hjá manni og öllu því girnilega stillt upp beint fyrir framan mann! :) Svo þykist ég vera blönk og þá er bara sniðugt að safna smá fituforða, sérstaklega þegar maður kemst í eitthvað alveg hrikalega gott! ;) Annars borðaði ég bara svona mikinn ananas svo þú ætir hann ekki, finnst þú verðir aðeins að fara að passa þig ungi herra ef þú fattar hvað ég meina...hamborgarass, hamborgararass...hahahahaha

Sirrý Jóns sagði...

...ps. andskotinn nú get ég ekkert úthúðað ykkur hérna *bölv og ragn*... ;)