...sit hérna og reyni að finna mér eitthvað að gera í tölvunni þangað til CSI byrjar. Rocky er í sjónvarpinu en þar sem ég missti af fyrsta klukkutímanum nenni ég skiljanlega ekki að fylgjast með henni! Vorum í mat hjá foreldum hans Gunna og það var svo gott. Borðið svignaði næstum undan öllum matnum og ég er ennþá alveg að springa. Fékk svo að skoða fullt af myndum og auðvitað var aðeins rætt um ættir og uppruna og ég fann kafla um langafa minn í bók um fólk frá austur-Skaftafellssýslu. Frekar skemmtilegt hvernig fjölskyldurnar okkar tengjast án þess að við séum eitthvað skild.
Annars var alveg óvart djammað alveg helling um helgina þannig að planaða afslöppunin fór alveg út í veður og vind og ég er dauðþreytt og hálf þunn með tremma og allan pakkann. En óneitanlega eru svona djömm sem eru alveg óplönuð alveg hroðalega skemmtileg og þetta var tvöfalet skemmtilegra því ég fór út bæði kvöldin *roðn* En eyddi nánast engu eins og venjulega svo þetta er ekkert voðalega hættulegt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli