föstudagur, apríl 29, 2005
...stórt afmæli á morgun og ég bara á bömmer uppi í rúmi í dag. Er ekkert leið yfir að verða eldri heldur vegna þess að ég ímyndaði mér alltaf að þetta yrði sérstakur dagur og svo virðist bara alls ekki ætla að verða. Ekkert planað, engar kökur, engin veisla eða partý, ekki neitt. Ætti amk að geta gert mér glaðan dag með því að kaupa hinar langþráðu núðlur á Núðluhúsinu sem enginn vill borða með mér. Get kannski fengið spádómsköku með kerti á í eftirrétt. Æj verð að hætta að vera svona leið, hlutirnir verða ekkert betri þó það sé volað yfir þeim. Svo endar 25 ára afmælisdagurinn minn örugglega með að vera einhver besti dagur sem ég hef upplifað! Eða hvað haldið þið...
1 ummæli:
Við erum að fagna fyrir þig í Uppsölum. Vúhú. til hamingju með afmælið.
kv
Madda og Kristín
Skrifa ummæli