sunnudagur, maí 01, 2005

...ég ætla að þakka öllum fyrir kveðjurnar, sms-in, símtölin og gjafirnar sem ég fékk í gær. Auðvitað var þetta vel heppnaður en rólegur dagur þar sem ég lá í rúminu hálf þunn til að byrja með. Skrapp nefnilega á kaffihús kvöldið áður og hitta nokkrar skemmtilegar manneskjur, sötraði bjór og talaði ákaflega mikið. Harðneitaði öllum boðum um djamm því ég ætlaði ekki að vera þunn á afmælinu en tókst það nú samt! Gærdagurinn fór sem sagt í leti, ráp í eina búð þar sem voru keyptir ákaflega flottir Vagabond skór sem Gunnar fékk að borga fyrir, mikið át í Kringlunni, skóburstun og pússun, mikið át á Madonna og bjór hjá Gyðu með þeim Klemensi og Gunnari og svo á 22 í spjall og nokkur vel stilgin dansspor. Fór svo, held ég, snemma heim, svona miðað við oft áður! ;) Við hlógum svo alla leiðina heim af öllum sköpuðum hlutum og vöktum sennilega hálfan vesturbæinn íhíhíhíhíhí.

Í dag var svo smá afmæliskaffi hjá Hildi Jónu þar sem hún töfraði fram pönnukökur og súkkulaðiköku handa okkur *slurp* og svo matur hjá tengdó þar sem ég fékk afmælisgjöf! :D Borðaði á mig gat eins og venjulega og sit núna upp í rúmi, búin að hátta og ætla að fara að liggja á meltunni eftir smá stund.

En takk aftur fyrir mig allir og ég læt vita hvenær afmælispartýið verður haldið með pomp og prakt...

5 ummæli:

User sagði...

wow, your blog is awesome! please tell me what you think of mine, i'm desperate for feedback here. thanks!!

Nafnlaus sagði...

Já já litla afmælisstelpa það muna fleiri eftir´þér en þú heldur...er amma búin að hringja? "Æ, það hringja svo margir á afmælisdaginn...gaman að fá eina hringingu daginn eftir" hehe

Nafnlaus sagði...

"nokkur vel stilgin dansspor"

Endilega sýndu mér þau næsta sunnudagskvöld;)

Nafnlaus sagði...

"nokkur vel stilgin dansspor"

Endilega sýndu mér þau næsta sunnudagskvöld;)

Sirrý Jóns sagði...

...já Ásta mín ég skal sko sína þér nokkur vel "stilgin" dansspor við tækifæri en það kostar sitt múhahahahaha

En hver er anonymous?? Kannski elskulega frænka mín úr miðbænum?