þriðjudagur, apríl 26, 2005

...kerlan bara heima hjá sér enda kominn tími á að þvo smá þvott. Dökkt varð fyrir valinu enda á ég mjög erfitt með að þvo ljóst á undan dökku, veit ekki afhverju en það lætur mér líða illa. Ok ég er crazy og ekki orð um það meir! :)

Nammikvöld í kvöld sem er *hóst hóst* vægast sagt óvenjulegt. En núna er breyting á því ég er að fara í baðhúsið í fyrramálið í Pilatesleikfimi, gaman að prófa það og örugglega gott til að koma sér af stað. Þess vegna var alveg nauðsynlegt að skella sér í EuroPris og kaupa bestu sterkumola í heimi til að halda upp á þennan merka áfanga. Ég er farin að sjá fram á að geta notað slatta af draslinu í fataskápnum mínum í sumar, pils og sumar bolir!! Úje sakar ekki að vera bjartsýn!!

Svo er bara afmælið mitt á laugardaginn, stórt stórt afmæli. Fékk að vita að ég mundi vakna hrukkótt en ég sé fram á að vera ungleg þar til klukkan slær 18:07 en þá breytist ég í sveskjufés. Gaman að því enda nóg af hrukkukremum á markaðnum til að prófa. Verst að ég ætla ekkert að halda upp á afmælið strax en vonandi í maí eða júní eða kannski bara júlí! ;) Veit bara ekki alveg hvað ég á að gera af mér á afmælisdaginn en ég hlýt að finna mér eitthvað til dundurs...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ sætabrauð! :)

Gaman að sjá að þú skulir looooksins vera komin með myndasíðu. Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir því ég veit að þú lumar á einhverjum skemmtilegum myndum ;)

Og já, meðan ég man.. Ég er komin með bílpróf! :D

Bleh ;*