miðvikudagur, apríl 20, 2005

...þá er ég komin heim í skítaholuna mína. Hef varla stoppað hérna lengur en 5 mínútur upp á síðkastið svo það er fullt af ryki, þungu lofti og dóti á vitlausum stöðum hér. Þunga loftið er reyndar alveg að fara, opnaði gluggan alveg upp á gátt en þá bíður hitt mín bara! Uss reyni amk að sýna lit og hennti í þvottavél en held að þrif bíði eitthvað aðeins lengur, svona pínu pons! Er með svo mikinn hausverk að ég nenni ekki að hlusta á röflið í ryksugunni í dag.

Sé fram á rólegt kvöld ein heima, Gunnar er að fara að nördast eitthvað með nördafélögum sínum. Ég er að hugsa um að leygja bara stelpuspólur og hafa það nice með kristal, saltstangir og smá ís. En byrja ekki á ósaómanum fyrr en eftir að hafa horft á Americas Next Top Model, nenni ekki að vera að gúffa í mig rjómaís meðan verðandi fyrirsætur spígspora um skjáinn hjá mér. Held samt að einhverjir ætli að spóka sig á djamminu en ég er ekki alveg að meika það í dag, amk þarf eitthvað mjög drastíkt að gerast til þess að mín gelli sig upp og spígspori niður Laugarveginn.

10 dagar í stóra daginn!!! Á ég að reyna að halda upp á hann strax eða geyma það aðeins eða alveg...

3 ummæli:

Bryndis Frid sagði...

geymdu það bara aðeins!! en samt ekki of mikið :)
Binna

Magdalena sagði...

Sammála Binnu. Þú ættir að geyma það þar til fallega og frábæra útlandafólkið er komið heim :P

Sirrý Jóns sagði...

...nokkuð til í þessu hjá ykkur stelpur, ef ég geymi afmælið smá fæ ég fleiri góðar gjarfir og kannski einhverjar frá útlöndum! ;)

Held samt ennþá í vonina að einhverjir verði svo góðir að gefa mér ferð til Stockholms! *Krossa putta*