...þetta blogg er tileinkað Klemensi svo honum leiðist ekki í vinnunni í Garabæ! :) Sko elskan mín ég gleymi næstum aldrei því sem ég lofa! :D
Ágætis helgi lokið. Föstudagurinn fór því miður í djamm, ekki það að það hafi verið leiðinlegt heldur vegna þess að ég breyttist í dramadrottninguna frægu þegar heim var komið og er ég ekkert voðalega stolt af því! Eins gott að Gunnar er þolinmóður eða amk kann að þykjast vera þolinmóður þegar sauðdrukkin ung dama kemur heim svöng og þar af leiðandi ekki mjög kát. Nei akkúrat þetta kvöl var ekkert nógu gott fyrir drottninguna sem var ákaflega fýld og leiðinleg. Ég sagði svo við hann daginn eftir að hann væri heppin að ég hefði ekki drukkið neitt af hvítvíninu sem Klemens var alltaf að reyna að bjóða mér og fékk þá að heyra að ég hefði betur gert það því þá hefði ég sennilega drepist og ekki verið að dramast svona. Maðurinn tilkynnti líka að næst þegar ég kæmi heim í svona ásigkomulagi ætlaði hann að þykjast vera mjög skilningsríkur og faðma mig og þegar í faðminn væri komið fengi ég högg á hausinn svo ég mundi rotast og sofa vært fram eftir degi. Alltaf gott að vera með svona á hreinu þó mér litist betur á mína eigin hugmynd, að hann væri með klóróformflösku og tusku á náttborðinu til að svæfa mig! :)
Mmmmm laugardagurinn var góður, svefn, illt í hægri fætinum (ekki eins gott) og Eldsmiðjupizza með sjávarréttum. Svo var bíó með Gyðu þar sem við sáum Vin Diesel beran að ofan *hamana hamana* í The Pacifier sem er bara mjög fyndin og skemmtileg mynd þó hún sé auðvitað asnaleg líka enda Disney "spenna".
Smá leikþáttur:
Viðkomandi kemur fram í eldhús þar sem ég og 2 aðrir erum að spjalla.
Viðkomandi: "Hérna 21. er það 1.maí?"
Við hin: Störum á hann með hissasvipunum okkar og svo Bwahahahahahahahahaha hahahahahahahahahahahahaha
Viðkomandi: "Æ nei, ætlaði að segja er það sumardagurinn fyrsti?"
Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt á árinu og er ennþá að hlægja af þessu. Snilldin ein þegar fólk missir eitthvað svona út úr sér þó það viti alveg betur. Hef sjálf lent nokkrum sinnum í svona en ætla ekki að fara að tíunda það hérna...
2 ummæli:
Hæ krúsý er ekki frá því að dagurinn í garðabæ dauðans hafi liðið fljótar;)
...flott flott þá er markmiðinu náð! :)
Skrifa ummæli