...ég er að deyja úr hungri en því verður kippt í liðinn vonbráðar. Dana og Jóndi eru á leiðinni til mín og við ætlum að borða eitthvað rosalega gott og *hóst hóst* hollt!! Fór í sund í gær eins og ég ætlaði mér en vá hvað það var erfitt að labba af stað. Var komin út með töskuna og var að hugsa um að hoppa bara upp í strætó og heim á leið en fannst þá önnur skálmin á buxunum mínum vera aðeins of þröng og lét mig hafa það að mæta á stefnumótið við sjálfa mig. Hélt svo að ég mundi deyja í sundlauginni en svo varð ekki og ég synti mína 2 km og bara nmjög sátt við það. Næsta sundferð er svo plönuð á morgun og svo reglulega á næstunni. Nenni ekki að vera með rosalegt langtímamarkmið því þá verð ég bara svekkt svo fyrsta smámarkmiðið mitt er að mæta reglulega í sund í apríl. Nokkuð gott ekki satt?? Best að reyna að hemja sig í átinu á eftir svo að sundið virki nú eitthvað á mig.
Ok, er farin að hanga þar til Dana rennur í hlaðið á kagganum sínum. Netið, ó netið mitt kæra, hvar væri ég án þín...
2 ummæli:
flott að setja sér ekki lang tíma-markmið. maður getur nú skipt um skoðun og þá er svo leiðinlegt að hafa verið búin að segja eitthvað annað hehehe:)
Binna
Hetja
Skrifa ummæli