föstudagur, apríl 22, 2005

...konan er hrein og fín og að bíða eftir kaffinu sem Bogi ætlaði að laga fyrir klukkutíma. Hann steingleymdi því og ástæðan var sú að ég var ekki nógu dugleg að nöldra!! Yfir öllu er nú hægt að kvarta hahahaha! :D Ég er samt voðalega svöng enda ekki borðað neitt almennilegt í 2 daga, bara verið eitthvað að narta enda verið fáveik eins og er venjan svona aðrahvora viku. Þetta hlýtur nú að fara að hætta, geta ekki verið til mikið fleiri flensur.

Var að sjá að Baðhúsið (og öll hin húsin) eru að auglýsa sumarkort á 11.900kr sem gildir til 25.ágúst. Ekki slæmur díll og ég ætla að skella mér á eitt svona svo ég geti hætt að væla yfir að hafa fitnað og farið að gera eitthvað í málinu. Úúúú bara farin að hlakka til að máta mig við allskonar tæki og tól.

Langar að brasa eitthvað um helgina en veit ekki hvað. Heyrist á öllu að það sé kominn djammfýlingur í Gunnar enda gerði ég mitt allra besta að smita hann vægt af öllum flensunum og passa að hann yrði veikur um helgar! Íhíhíhíhíhí!!

Gyða og Klemens eru alveg að koma að sækja mig,þau eru að keyra hjá sundhöllinni. Samt eins gott að þau komi ekki áður en kaffið verður tilbúið, væri synd að missa af því.

Madda farðu svo að koma á msn...

Engin ummæli: