mánudagur, apríl 25, 2005

...margt skemmtilegt búið að gerast á Neshaganum í dag og við Bogi í hálfgerðri gleðivímu eftir mjög misjafna brandara um hluti sem eru ekkert endilega blogghæfir. Skemmdarfísnin var líka við völd og var amk einni mús stútað!

Öppdeit eftir helgina: Gott en fámennt fyrirpartý og svo dansi dansi á 22 við gömul júróvísíonlög og aðra góða slagara á föstudaginn. Seinna tók svo dramadrottningin sér enn einu sinni bólfestu í líkama mínum og fór hamförum á Laugarveginum, verð að fara að finna góðann særingarlækni því þetta gengur ekki lengur.

Fyndni kvöldisns gerist á dansgólfinu þegar ég er að velta fyrir mér hverjir dj-arnir séu.
Ég við Gyðu: Eru þetta þarna Klink og Bank?
Gyða: Ha? Þetta er bara eitthvað gamalt júróvísíonlag...
Ég: Nei ég meina dj-arnir, hvað heita þeir? Led og Zeppelinn?
Gyða: Ha? Ég veit það ekki!
Ég: Æj ohhh hvað heita þeir aftur?? Bang og Olufsen??
Gyða: Veit ekki meir...
Ég: Jú þeira heita örugglega Pink og Floyd

Sem var að sjálfsögðu rétt!!

Laagardagurinn fór í mikinn lúa, hláturskast og aftur og aftur og aftur og líka á Pizza Hut með Gyðu og Klemensi þar sem við grenjuðum úr hlátri, vonandi við mikla kátínu alls barnafólksins sem var mætt á staðinn. Illt í magann af pizzunni og slæmur svefn.

Sunnudagur: Alltaf að vakna við *bölv og ragn* kirkjuklukknanna, hver fe rí kirkju? Er bara verið að hringja þeim svo þeir sem fara seinnt að sofa og jafnvel hafa fengið sér í glas kvöldið áður geti alls ekki sofið? *Hux hux*. Fullt af hangsi með Gyðu og Klemensi þar sem Rúmfatalagersverslanir borgarinnar voru þræddar. Matur hjá tengdó um kvöldið og svo Sahara í bíó. Steinsofnaði svo við að horfa á World of Warcraft og lét víst öllum illum látum í svefni.

Já skemmtileg skemmtileg helgi svona amk að mestu leyti.

Markmið vikunnar: Að fóðra kirkjuklukkurnar að innan með hljóðdeyfandi efni, kannski svampur virki?? Svampur Sveinsson...

Engin ummæli: