...það meiga alveg fleiri kommenta eða skrifa eitthvað fallegt í gestabókina eins og hún Gúa gerði um daginn. Var að sjá það núna áðan og það er alveg búið að bjarga deginum! Takk elsku frænka og ég sakna ykkar líka alveg rosalega!! Á ég ekki bara að flytja til ykkar?? ;)
En að allt öðru. Afhverju fer sumt fólk í taugarnar á manni áður en m aður talar við það, eða eins og ég lenti í um daginn, sér framan í það? Hitti sem sagt stelpu um daginn, sá fyrst aftan á hana og ég hugsaði strax "vá hvað hún er örugglega óþolandi!!". Svo snéri hún sér við og byrjaði að tala og ég fékk kuldahroll niður eftir hryggnum. Hún hafði aldrei séð mig áður en var samt dónaleg við mig inni á mínu eigin heimili. Sagði við mig að tala um það sem ég var að tala við sambýling minn á mínum eigin tíma. Veit ekki betur en að þegar ég er heima hjá mér að tala við sambýling minn að ég sé að gera það á mínum eigin tíma! Allt hennar fas var fráhryndandi og leiðinlegt og meira að segja eftir að ég lokaði inn til þeirra og inn til mín heyrði ég pirrandi tröllahláturinn. Æj ég veit að það er ekki fallegt að gefa fólki ekki séns en stundum gefur fólk heldur ekki tækifæri á því. Þið skiljið er það ekki...
1 ummæli:
Við skiljum meira en þú heldur : )
Skrifa ummæli