mánudagur, nóvember 21, 2005

...vaknaði uppfull af húsmóðureldmóð í morgun eftir 13 tíma svefn. Var aðeins að bæta mér upp svefneleysið eftir Singstar-partýið því þá náði ég bara að sofa 3 og 1/2 tíma. Vakanði sem sagt klukkan 9 í morgun alveg staðráðin í að elda loksins þessar blessuðu kjötbollur, hvítkálið, kartöflurnar og steikja laukinn og bræða smjörið. Hófst handa rétt fyrir 11 við að sjóða kartöflurnar, þegar ég kíkti á þær næst hafði nákvæmlega ekkert gerst. Hellan var biluð svo þær syntu þarna um í ísköldu vatni litlu greyin. Mín var snör í snúningum og skellti pottinum á aðra hellu og allt í botn og eftir stutta stund var komin upp suða. Þá var farið að athuga með pott undir bollurnar og kálið og fattað að úbbosí við eigum engan stóran pott. Kartöflurnar fengu þá enn eitt ferðalagið og var þeim ásamt sjóðandi vatninu hennt í minni pott og undu þær sér ákaflega vel þar. Þá kom ennþá eitt vandamálið í ljós, fyrst fyrsta hellan sem ég reyndi að nota var biluð þá hafði ég bara 2 hellur til umráða þar sem mikill reykur gýs upp af 4. hellunni. Jæja þá upphófst mikil við eftir kartöflunum svo hægt væri að sjóða bollurnar á þessum tveimur hellum semeftir eru heilar. Óþolinmæðin gerði aðeins vart við sig og stressið yfir því að karlinn yrði alltof seinn í vinnuna kom upp. Ekkert við því að gera og hann settur í það verkefni að hringja sig inn aðeins of seinann. Loksins komust bollurnar og kálið í sitthvorn pottinn og fengu að dúsa þar dágóða stund eða um 10 mínútur samkvæmt ráðleggingum frá singstarpartýishaldaranum henni frænku minni og á meðan gerðist ég húsmóðir ala mamma og skrallaði allar kartöflurnar og það var ekki gaman. Ok allt gekk vel og þetta bullsauð allt saman þarna, var svo tilbúið og sigtað og geymt í smástund meðan laukurinn var svissaður og smjöri bætt við og búin til laukfeiti, það tók næstum engan tíma svo allt var ennþá heitt þegar þetta komst loksins á borðið. Karlinum líkaði vel og lagði af stað fullur af orku fyrir komandi vinnudag og verður innan við hálftíma of seinn. Það er líka smá afgangur sem er víst það sem allar góðar húsmæður vilja því þá er alveg á hreinu að allir fara saddir frá borðinu. Sit sem sagt hérna núna södd og sæl eftir þessa feitu máltíð, ætla að melta aðeins áður en leiðinlegri parturinn af húsmóðurvinnunni hefst. Uppvaskið!!! Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunda við tilhugsunina en þetta fylgir víst...

4 ummæli:

Magdalena sagði...

gasalega er síðan orðin huggó ;)

Magdalena sagði...

gasalega er síðan orðin huggó ;)

Erla sagði...

Djö ert þú nú húsmóðurleg Sirrý mín - viltu bara passa að Ingi fái ekki veður af þessu í gegnum Gunna. Hann gæti farið að heimta heitan mat í hádeginu og ég hef bara ekki tíma í svoleiðis ;o)
kv. Erla hans Inga

Sirrý Jóns sagði...

...hahahaha ég lofa að þetta gerist mjög sjaldan!! ;)