laugardagur, nóvember 19, 2005

...váááháááá hvað Serenity var góð mynd!!! Við Gyða skelltum okkur bara í bíó klukkan 17:45 og það var æði því við vorum ca 12 í salnum. Við stöllur vorum án efa mestu aðdáendurnir á staðnum og hlógum og klöppuðum, stundum, grétum og pískruðum. Spenningurinn áður en myndin byrjaði var þvílíkur að gæsahúð gerði vart við sig og augnkrókarnir vöknuðu aðeins. Þegar myndin kláraðist leið mér bæði vel og illa, vel því myndin var æðislega góð og skemmtileg og stóð fyllilega undir væntingunum sem ég hafði gert til hennar. Illa því núna er ég búin að sjá hana, spenningurinn liðinn hjá og smá tómleika tilfinning gerði vart við sig. Alla leiðina heim var ég svo með einhverja undarlega tilfinningu í hjartanu, var svo upprifin yfir myndinni og langaði og hlægja og gráta og tala við alla um hana, greina hana og bera saman við þættina. Bráðum get ég hellt úr skálum aðdáunirnar yfir alla því í kvöld verða held ég flestir sem ég þekki og hafa áhuga á þessari mynd búnir að sjá hana! :)

Svo er það bara Harry Potter, Narnia, Brothers Grimm og fleiri skemmtilegar ævintýra myndir sem bíða, get varla beðið...

2 ummæli:

gummo sagði...

víííí þetta var svoooooooooo gaman, svo er bara næsta bíóferð klúbbsins í bígerð þa'ikki? (það er eins og mar sé utan af landi og hafi aldrei séð kvikmyndahús...)

Sirrý Jóns sagði...

...júhú bíó bíó bíó, erum að vinna upp öll árin sem við komumst ekki í bíó nema þegar einhverjum datt í hug að sýna myndir í Herðubreið...