...æðisleg helgi að baki. Rosalega góður kjúlli og félagsskapur hjá Finni á föstudagskvöldið *slurp*, smakkaði líka martini í fyrsta skipti og nammi nammi namm!! Við Madda og Finnur sulluðum sem sagt í bjór, rósavíni, hvítvíni og martini og skelltum okkur svo á Ölstofuna og sátum þar til lokunar. Svo fékk hún Madda að gista hjá okkur svo hún þyrfti ekki að punga út ca 2500 kalli í taxa.
Á laugardaginn vaknaði ég við eitthvað blaður, þá var eitthvað crazy fólk komið til Bjössa til að undirbúa sushi partýið sem hann var með fyrir japönskubekkinn sinn. Ég hennti mér í íþróttabuxur og settist fram og skipti mér af og borðaði japanska snakkið sem var ákaflega gott-vont! Svo var kominn tími á að henda hálfri búslóðinni í tösku og strætóast til Gyðu og undirbúa sig fyrir halloween-partýið. Við vorum dætur djöfulsins í öllu rauðu með horn og hárið allt túperað í breiðan hanakamb. Það var hrikalega gaman í partýinu og ég flissaði eins og 13 ára hálft kvöldið. Stuðið var svo mikið þegar við fórum í bæinn að við hættum við að skipta um föt og mættum á 22 með hornin og det hele. Fengum mikla athygli út á þetta og virkuðum örugglega mjög undarlegar í augum margra. Ég var með mikinn púka í mér þetta kvöld og hegðaði mér eftir því, dillandi rassinum í "næstum ekki" pilsinu eins og ég kýs að kalla það. Var líka úti til lokunar þetta kvöld enda var ég svo þreytt í gær að ég var ekki í sambandi, hafði enda matarlyst og leið eins og væri með sand í augunum. Dagurinn fór líka allur í mók og góða drauma...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli