miðvikudagur, nóvember 23, 2005

...fékk undarlegasta símtal sem ég hef fengið lengi í gær. Þátttakendur X sem hringdi og ég sem svaraði.

X: Halló Sirrý, þetta er X hérna.
Ég: (með æji nei ekki þú tóninum) já hæ.
X: Sko þannig er mál með vexti að ég og kærastan/barsmóðir mín erum hætt saman einu sinni enn en einhver stelpa hefur verið að senda henni nafnlaus sms af netinu og segja að ég væri í algjöru rugli og ætti 2ja ára gamalt barn með sér. Gæti það nokkuð verið þú?
Ég: HA? Nei, afhverju í ósköpunum?
X: Æ bara var að pæla hvort þú værir eitthvað reið við mig?
Ég: Nei, ég hef bara ekkert verið að hugsa um þig, bara verið hamingjusöm með mínum manni sem ég bý með.
X: Ok það er frábært! Fyrrverandi er alveg að fara yfirum og heldur að ég hafi verið að halda framhjá sér.
Ég: Hahahahaha mér finnst það nú eiginlega bara svolítið fyndið!
X: Já kannski svolítið gott á mig.
Ég: Já eiginlega.
X: Jæja farðu þá vel með þig.
Ég: Já já sömuleiðis.

Dudududududududu...

5 ummæli:

Magdalena sagði...

Say what now.... hahahaha!

Nafnlaus sagði...

Mér langar að vita hver x er

gummo sagði...

Fyrst kjötbollurnar og nú þetta...það er ekki hægt að segja að þú lifir leiðinlegu lífi!!!

Sirrý Jóns sagði...

...uss segðu, spenna is my middle name... ;)

Nafnlaus sagði...

hehe held ég sé búinn að fatta hver maðurinn er ;)