sunnudagur, nóvember 20, 2005

...eftir spennufall föstudagsins hélt ég á vit ævintýranna með Möddu í gær þar sem við skelltum okkur á Laugaveginn. Komið var við í Bónus og keyptir bananar, súkkulaði og eitthvað að drekka, þrammað niður í bæ og þaðan í Kolaportið, skoðað undarlegt drasl eins og gamlar Vikur sem fólk heldur að það geti prangað inn á saklausa vegfarendur og svo komið sér inn í hlýjuna á reyklausu kaffihúsi og sötrað heitt og gott te og kaffi. Þar var blaðrað þar til orðakvótinn var uppurinn og svo brunað í Hafnarfjörð að finna einhverjar tuskur á Magdalenu, svo var keyrt í einum grænum á Neshagann að fata mig upp og svo drifið sig til Gyðu eða Darcy eins og hún kallar sig á góðum dögum. Þar voru við samankomin nokkrir fræknir söngvarar til að spreyta okkur í Singstar og væta kverkarnar með léttum mjöð og hvítvíni. Stemmningin var rosaleg, allir sungu hástöfum hvort sem þeir höfðu míkrófóninn í hendinni eða ekki, margar pósur voru festar á filmu og fólk tróðst um hvert annað til að sjá á skjáinn sem olli miklum niðurhellingum og ófáir metrar af eldhúspappír fengu að fjúka. Það var hlegið, talað, öskrað, hoppað, skoppað, trallað og auðvitað gaulað og andköf tekin til að fá loft ofan í óþjálfuð lungun sem kölluðu á súrefni eftir lengstu syrpurnar. Niðurstaðan er að þetta var ákaflega skemmtilegt kvöld, þar sem allir voru vinir og allir voru með, stigin skiptu ekki máli heldur var það gleðin sem var ótvíræður sigurvegari...

3 ummæli:

gummo sagði...

Veit nú ekki betur en að ég hafi nú tekið þetta í svona ómældri stigagjöf....!!! hhhmmm

Sirrý Jóns sagði...

...uss þú segir ekki frá svona, þá vill enginn syngja með þér aftir!;) Ekkert gaman að tapa alltaf... :P

gummo sagði...

Hehehehehe var líka bara að grínast!! ...eða hvað?