mánudagur, nóvember 07, 2005

...vátsí hvað ég er búin að vera dugleg í dag! Eftir að hafa hjálpað Bjössa að þrífa eldhúsið eftir japönsku-partýið ákvað ég að demba mér í þirf og endurskipulaggningu á herberginu okkar. Núna er allt orðið skínandi nema gólfið, ætla að skúra það seinna þegar við tökum öll gólfin í íbúðinni í gegn, þvottavél númer 2 er í gangi og ég búin að fara í yndislegt freyðibað með grænan maska framan í mér og slappa vel af. Fattaði ekki fyrr en ég var komin á bólakaf ofan í baðkarið að athuga hvort það væri til gúrka á augun og að ég hafði gleymt skrúbbhönskunum mínum. Finnst reyndar ógeðslega vond lykt af gúrku en hef heyrt að hún geri í alvörunni undraverk fyrir augnsvæðið. Verð bara að munda eftir henni næst! :) Sit núna á hreina rúminu, í hreinum náttfötum og öll mjúk eftir barnaolíuna sem ég bar á mig og hlusta og gamla rómantíska tónlist sem Bjössi er að spila. Gerist ekki betra fyrr en Gunnar kemur heim í kvöld...

Engin ummæli: