þriðjudagur, maí 31, 2005

...þá er kerlan bara alveg að fara að flytja, er bara að bíða eftir að Gunnar komi til að bera og keyra! :) Er reyndar ekki alveg búin að pakka en á bara svona smotterí eftir, henda afgangs drasli í poka og þess háttar, bara allt að smella. Svo ég verð stolltur íbúi Hlíðanna í sumar, búsett í Mávahlíð 14. En blehhh best að reyna að halda áfram að gera eitthvað í þessari niðurpökkun svo allt verði tilbúið þegar Gunnar rennir í hlað á gráu eldingunni!

Í sumar verð ég ekki með internet svo ég verð að vera dugleg að misnota Hive-tenginguna hjá Gunnari & Co. Verð að reyna að tengja mína tölvu við netið þeirra, gátum það ekki um daginn. Þá ætti ég að geta hangsað eitthvað smá á netinu meðan Gunnar er að spila World of Warcraft á milljón. Æ ljúfa líf, sumarið er að leggjast eitthvað svo vel í mig þó að ég sé ekki ennþá komin með vinnu. Var að sækja um slatta í gær og eitt starf í dag svo þetta hlýtur bara að fara að koma. Kerlan er líka skítblönk og óskar eftir stuðningi og styrkjum frá öllum, hafiði bara samband ég tek við hvaða fjárhæð sem er...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var als ekki að kvarta hlakka geðveikt til að flytja, get ekki beðið eftir að fara að pakka... veit það hljómar hálf ótrúlega en það er satt. Var bara að sýna smá stuðning því venjulega finnst mér það mjög leiðinlegt og skil vel hvað þú ert að meina

Magdalena sagði...

Ég skal skenkja þér krónu mín kæra :)

Nafnlaus sagði...

Bloggaðu, Sigríður, bloggaðu! >:|

Tíhíhíh:D