þriðjudagur, júní 14, 2005
...þá er ég flutt fyrir 2 vikum og ég veit ekki betur en að sambúðin gangi bara vel svona fyrir utan smá leiðindi en það er allt í keijinu. Kerlan er líka búin að fá vinnu og frá morgundeginum verð ég stollt Select-starfskona og jesús hvað ég hlakka til að hafa smá innkomu, það er þungu fargi af mér létt. Ekki fleiri nætur þar sem ég vakna til að pissa og get ekki sofnað aftur því ég hugsa svo mikið og peningamálin og hversu hræðileg þau eru. Gott að allt er á réttri leið núna! :) Næsta stress er svo að finna samastað fyrir haustið en það hlýtur að reddast líka, bara að vera bjartsýn og ekki gefast upp og þá hlýtur þetta allt að koma. Þessi Pollýönnu leikur virkar víst voðalega vel segja sérfræðingarnir. En núna er karlinn að reka á eftir mér, er að steikja handa mér kjöt, rosalega duglegur alltaf þessi elska...
3 ummæli:
úúú!! kellan bara komin með vinnu!;) Select-kellan er ekki með tærnar þar sem Stiga-kellan er með hælana, skal ég segja þér!!;)
Neinei, segi svona, þú átt eftir að massa þetta! ;) Í hvaða Select búð ertu að vinna?
PS. Gleðilega þjóðhátíð!! :D *KOSS* *KNÚS*
...uss held ég sé natural born sjoppukerling enda fékk ég þær fréttir um daginn að ég væri alltaf svo sjoppuleg *hmmmm* ég segji bara líkur sækir líkan heim og gettu nú hver sagði að ég væri sjoppuleg hehehehehe!! ;) Er að vinna á Select við Birkimel(við Háskólann) þannig að það er stutt að rölta í vinnuna þegar við gistum heima hjá Gunnari!! :D Þetta var allt með ráðum gert...
haha:) Born to work in a sjoppa. En ég fatta ekki enn hver sagði að þú værir sjoppuleg. Var það hann bróðir minn?... En ég skal einhvern tímann koma og kíkja á þig! :D Ertu að vinna alla daga?
Skrifa ummæli