...gaman þegar eitthvað af þessum tækjum sem maður er háður virka ekki í smá stund. Núna er td frábæri síminn minn batteríislaus og hefur verið það síðan í gærkvöldi því hleðslutækið er að spóka sig á Neshaganum meðan ég sit í draslinu á Grensásvegi. Gunnar átti að koma með það í gærkvöldi en gleymdi því, svo ætluðum við hvort sem er að sofa vestur í bæ en vorum svo þreytt eftir tvær bíómyndir að það var kúrt hérna og svo var ég alls ekki í stuði til að skutlast og ná í það áður en Gunnar fór í vinnuna. Konan var samt alveg ómöguleg svona símalaus, þurfti að ná í vissar manneskjur og guð veit hvað og hef þessvegna barið eldgamala Nokia 5110 í gang aftur og ég skal segja ykkur það að það tók smá átök. En voðaleg nostalgía er að hafa fyrsta símann sinn aftur, algjör hlunkur með bilaðann skjá. Verð nú að viðurkenna að ég hlakka samt til að koma góða góða Sony Ericsson aftur í gagnið í kvöld!! :D
Er að reyna að koma mér af stað í ræktina og sjitt hvað það er eitthvað erfitt!! Veit að það verður frábært strax og ég verð komin út úr húsinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli