miðvikudagur, maí 18, 2005
...konan mætt aftur við tölvuna en bara stutt í þetta skiptið. Góð helgi þar sem ég fékk nóg af góðum mat að borða, ekkert slor að hafa mömmu og pabba í heimsókn sko! Kaffihúsin og veitingastaðirnir voru þrædd grimmt og svo var auðvitað smá djamm svona af því bara. Á föstudaginn var rölt um bæinn með Hildi Jónu og svo hitti ég Gunnar gambler og á laugardaginn var kíkt á lífið með Öldu þar sem ég hitti gamla félaga úr Menntó á Egilsstöðum. Það var mjög skemmtilegt og upplífgandi og væri ekkert leiðinlegt að sjá framan í smettin á þessu fólki aftur. Var reyndar stilta stelpan á sunnudaginn og horfði bara á video með Gyðu og Klemensi meðan Gunnar var úti á djamminu. Það var ekkert leiðinlegt þegar hann kom bullandi og glaður heim klukkan rétt að verða sjö á mánudagsmorgun! :) Það var nú eitthvað sem ég var alveg ákveðin í að skrifa hérna inn en get með engu móti munað hvað það var núna. Er farin að bursta tennurnar og gera eitthvað gáfulegt...
3 ummæli:
Bíddu, bíddu, bíddu. Á hann Gunnar bróðir minn ekki að mæta til vinnu á mánudagsmorgnum eins og flest annað fólk? Ég bara spyr. Kannski maður þurfi aðeins að fara að ræða við drenginn! >:|
...hahahaha Ásta mín, það var annar í hvítasunnu svo þú þarft engar áhyggjur að hafa! :) En sjáðu bara hvað ég er stillt og góð og hef mikla sjálfstjórn, bara að horfa á video og reyndar borða nammi!! ;)
Vá, dugleg!;) Þú átt nammið skilið miðað við daginn sem þú áttir í gær ;)
Jááá ok, ætlaði lika að segja það að hann bróðir minn myndi sleppa úr vinnunni! :o Og það vegna djamms sem varaði til 7 um morguninn... *hneyksl* /:0 ---> Nýr kall, hneyksliskallinn :D
Skrifa ummæli