fimmtudagur, maí 26, 2005

...lalíla, Júróvísjón var æðislega skemmtilegt, trallað og klappað og hlegið og allur pakkinn bara og svo í bæinn þar sem ég og Gyða fengum að heyra að við værum fallegt par og ættum bara að vera kærustupar!! Hinir krakkarnir grilluðu en ég sparaði mér það með því að mæta í útskriftarveislu til Atla fyrst og fá alveg dýrindis kökur og brauðrétti *jömmers* og borða nett yfir mig og liggja á meltunni fyrstua klukkutímann í júrópartýinu!!! :D

Svo er bara búin að vera áframhaldandi slappleiki en ekkert alvarlegt, bara túrbókvef og smá svimi þannig að ég hef haldið mig mest innandyra. Sem betur fer birðist góða veðrið sem ég hef séð út um gluggann hjá mér bara hafa verið gott út um gluggann, sem sagt mjög gott gluggaveður og notalega heitt inni í herberginu mínu, ohhhhh nice! :)

Ætlaði að hitta Heiðu áðan en svaf yfir mig. :( Dreymdi nefnilega svo hroðalega illa í nótt, aftur og aftur og aftur, var nýbúin að vekja sjálfa mig af einum slæmum þegar annar tók við. Alveg hræðilegt, dreymdi draugadraum og byssudraum og rifrildisdraum og ég veit ekki hvað og hvað!!! Alveg ömurlegt og ég var alveg skíthrædd eftir draugadrauminn og þorði ekki að liggja alveg ein undir sænginni minn svo ég varð að stela smá af Gunna sæng, *roðn* algjör tepra greinilega!

En ætla að fara að laga mig til, alveg kominn tími á að skreppa eitthvað smá út. Klemens er búinn að bjóða upp á félagsskap sinn og ég ætla að þyggja hann...

Engin ummæli: