fimmtudagur, maí 12, 2005

...mig dreymdi í nótt að ef maður stráði helling af steinselju í rúmið sitt mundi það losa um vatn í líkamanum og bara gera manni gott að öllu leyti. Að sjálfsögðu gerði ég það í draumnum og þegar ég vaknaði í morugn til að pissa (að sjálfsögðu) þurfti ég að ath hvort ég hefði í alvörunni sett steinselju í rúmið mitt. Endemis vitleysa er þetta!!!

Er að reyna að taka til í herberginu mínu því mamma og pabbi eru að koma á morgun. Það er leiðinlegt, sko ekki að þau séu að koma heldur að taka til en ég ætti nú ekkert að vera neitt voðalega lengi að því. Get varla beðið eftir að skipta á rúminu, hata lakið sem er á því mér finnst það alltaf vera fullt af kuski sem stingur mig. Hef sofið með mjúkt og gott teppi undir mér síðustu tvær nætur. Kemur einhver geðveiki yfir mig þegar kemur að þessum kuskmálum og ég bursta og bursta í allar áttir og er stundum svo slæm að nota svona límrúllu og rúlla yfir allt rúmið!! Er þetta algjörlega crazy??? :S

Gleymdi að skila videospólunum í gær sem við tókum í fyrradag og þetta er í fyrstaskiptið sem ég gleymi að gera svoleiðis. Var alveg miður mín þegar ég hugsaði um 500 kr skuldina og var að hugsa um að horfa aftur á myndirnar til að fá peningana virði en gerði það svo auðvitað ekki, enda voru þær ekkert svo frábærlega skemmtilegar. Sofnaði reyndar yfir seinni myndinni svo ég hefði nú auðvitað átt að kíkja á hana. Ég sem hef alltaf verið svo hissa á fólki sem gleymir endalaust að skila spólunum sem það leigir en er nú greinilega hægt og bítandi að silast í áttina til þeirra. Einhver víst maður sagði að einhverntímann væri allt fyrst svo það er örugglega allt á niðurleið núna...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka svona með þessi helv... lök... veit ekki hvað ég er búin að fara í gegnum margar límrúllur í vetur :/ en jább... það kemur að því hjá öllum að gleyma að skila spóli, fyrr eða seinna komst í hóp þessara óþolandi manneskja í vetur og er nú orðin ófær um að muna eftir að skila nema eftir svona 2 daga... er þessvegna hætt að taka vídjóspólu

Nafnlaus sagði...

Jájájá, kellan bara búin að setja mig í tenglana! ;) Good job!:)

Og já, þetta er algjörlega kolkreisí! :o Neinei, ég skil þig mjög vel.

Og skemmtilegur draumur sem þig dreymdi ;) hehehe..

Sirrý Jóns sagði...

...þetta með lökin er bara í alvöru sagt erfitt, það stingur mig allt og einmitt þegar ég hef komið mér vel fyrir hendist ég upp því eitthvað stingur eða klórar mig í lærið eða mjöðmina. Gunnar er farin að kalla mig prinsessuna á lakinu því ég virðist finna fyrir minnsta kuski!! :S

Annars verðum við að skella okkur á að prufa þetta með steinseljuna, hver veit það gæti virkað!! ;) Mundi kuapa tonn af steinselju ef það mundi losa um appeslínuhúðina illræmdu!!