föstudagur, maí 20, 2005

...nú man ég hvað ég ætlaði að skrifa í fyrradag, ég fór á Nexus-forsýningu á Star Wars III á þriðjudaginn og það var alls ekki leiðinlegt. Við Gunnar mættum fyrr til að merkja sætin, ég átti reyndar ekki að gera neitt en lukkan snéri anditinu að mér og ég fékk að merkja þrjár sætaraðir í staðin fyrir að sitja og lesa. Best að segja svo ekkert um fólkið sem maður mætti þarna svo ég móðgi enga með óviðeigandi athugasemdum um "svona" fólk!! ;) Hahahahaha. Bjarki Borgþórs og Heimir Óskars voru svo í dyrunum að leita á æstum aðdáendum svo engir væru með myndavélar og eitthvað crap, ég er svo sakleysisleg að það var bara djók-leitað utan á töskunni minni. Held samt að Bjarki hafi verið smá hissa þegar hann sá mig koma en ég er ekki alveg viss, verð að spurja hann þegar ég hitti hann næst!

Svo er kerlan bara hálf lasin en er að reyna að hrista þetta af sér. Hlaut að fara að koma að nýrri flensu, var orðið of langt síðan ég var veik síðast og ég var bara farin að hafa áhyggjur!!! Jebbs einmitt mmmm hmmmm... er að vera stillt inni svo ég komist í útskirftarkaffi til Atla á morgun og svo í júrópartý/grill annaðkvöld. Nenni ekki að vera lasin þegar það er gott veður en samt betra en að verða lasin þegar maður er nýkomin með vinnu svo kannski veit þetta bara á gott! Æ hvaða bull er þetta, held ég sé með óráði, mér er svo heitt og sveitt og ég er farin í sturtu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar ertu komin með vinnu? :)

Nafnlaus sagði...

Mér langar líka á Star wars III öfunda þig geðveikt :/ get ekki fengið neinn með mér, helv... nördar ;) en það kemur að því ég mun sjá þessa mynd