...bara tvö blogg á einum og sama deginum, ég er að fara fram úr sjálfri mér hérna!! Það hefur bara svo margt gerst síðan ég bloggaði áðan:
*Tók til í allri "íbúðinni" minni, nenni ekki að tíunda það frekar með upptalningu á verkunum, þið kannist öll við þetta.
*Þvoði og hengdi upp úr einni vél.
*Sms við Gyðu, Heiðu og Klemens
*Símtöl frá pabba, Gunna, Öldu og Heiðu.
*Msn-spjöll við Binnu, Herdísi og smá við Möddu.
*Fór blogghring til að forvitnast um fólk :)
*Svaraði kommenti á blogginu frá fyrr í dag.
*Svona mætti lengi telja.
Já konan getur verið snögg að hlutunum ef hún nennir því. Greinilega gott að hafa einhvern að spjalla við á msn meðna verið er að þrífa, þá er maður svo rosa fljótur að klára það sem þarf að gera til að geta spjallað. Reyndar ósátt við þessa lélegu ryksugu, sé ennþá svona lítil rykkorn á gólfinu en þegar ég ryksuga eða sópa breytist ég í konuna með fullkomnunaráráttuna. Gat ekki skúrað því ég fann hvorki nýmóðins sameiginlegu moppuna né gamaldags skúringarkústinn! Lenti reyndar í stórslysi áðan, var að þurrka af einhverju blaði og ein blaðsíðan fór undir nöglina á löngutöng og skar mig og það blæddi fullt og var rosalega sárt!! *Sniff sniff sniff* en ég er á batavegi og hlýt að verða orðin góð að ári!!
Ein ákvörðun sem einhverjir verða að hjálpa mér að taka: Hvort á ég að horfa á Americas Next Top Model úrlistaþáttinn í kvöld eða fara á kaffihús í kvöld?? Erfið ákvörðun sem býður mín, hef sko séð alla þættina nema einn en held samt ekki með neinni en langar samt að sjá hvernig þetta endar. Langar líka að skella mér í skárri fötin og sötra kaffi eða einn bjór í kvöld! What to do??? What to do???? Úff stundum er lífið bara óréttlátt og allt skemmtilegt gerist á sama tíma en þess á milli er ekkert að gera og enginn til að tala við. En ætla amk að skíta út sturtuna með stormsveitarhreingerningarsvitanum mínum og sé svo til hvað gerist, verð amk við öllu búin! :)
Jæks þetta átti að vera mjög stutt færsla, ji dúddus maríus...
2 ummæli:
Sirrý lata! >:|
Ég vil blogg!;) En, þú gerðir nú svo langt blogg síðast, að ég skal vera góð 0:)
Ég atla sko ekkert að vera góð vil endilega fara að sjá blogg og heyra hvað er dásamlegt að búa á íslandi :)
Skrifa ummæli