...held að það sé rigning úti en nenni ekki að kíkja út um gluggann. Held að það verði bara til þess að ég nenni aldrei að klæða mig og skelli mér þar af leiðandi ekki í ræktina á eftir. Betra að hafa dregið fyrir alla glugga og skella sér svo bara út á eftir með töskuna á bakinu og í fötum sem þola öll veður.
Fór í afmæli til Öldu á laugardaginn, borðuðum nokkur saman á Caruso og ég fékk mér alveg hroðalega góðan saltfiskrétt. Komin tími á smá fisk, hef verið með fisk á heilanum upp á síðkastið og hugsa bara um sjávarréttapizzur og túnfisk úr dós (!!!) og hvað allir fiskréttirnir sem ég fæ á Seyðisfirði séu góðir. Þessi saltfiskur náði samt ekki alveg að slökkva á fisklönguninni svo ég vona að mamma og pabbi komi fljótlega í borgina og bjóði mér út að borða svo ég geti pantað mér fisk!! :D En ok aftur að afmælinu, eftir matinn þurftum við Klemens aðeins að snúast og mættum svo galvösk í partý upp í Breiðholt og drukkum á okkar gat. Ég sannreyndi kenninguna mína um að því meira sem ég drekk (án þess að verða ofurölvi auðvitað) þeim mun minni líkur eru á að dramadrottningin margfræga komi í heimsókn. Það voru bara aðrar dömur með smá drama en ekkert sem ég nenni að vera að segja frá. Var glöð og kát en fór samt snemma heim eða bara um 2-leytið!! :S Gunnar sem var afmælisbarn dagsins kom nefnilega að hitta mig og var frekar mikið fullur svo mér fannst góð hugmynd að fara bara heim enda dauðþreytt eftir 2ja daga afmælisgjafaleit handa Öldu!
Í gær var svo bara smá þynnka sem lagaðist smá með feitum Kentucky, nammipoka, fréttablaðinu og 3ja tíma dúr. Hitti svo Sigurjón frænda minn í gærkvöldi og bauð upp á kaffi, alltaf jafn mikil húsmóðir í mér! ;) Eftir það var 4 tíma videogláp og svo vondur svefn þar sem mig dreymdi allskonar vitleysu meðal annars að Gunnar væri alltaf að spila við sjálfan sig og að ég ætti bara að pissa því ég þyrfti þess. Vaknaði sem betur fer þegar mig var að dreyma pissudrauminn og skaust örsnöggt á klósettið *fjúffff*!!!
Æj nóg í bili, er farin að gera eitthvað gáfulegt...
3 ummæli:
Ojh, fiskur.. :/ Hvaða hvaða...
Þið eruð nú meiri djammararnir!;) Og Gunnar alveg bleeend á afmælinu sínu, góðuuuur... *fæv*
En þetta er ekkert einhver vitleysa sem þig er að dreyma, þig er bara að dreyma sannleikann, því Gunnar er alltaf að spila við sjálfan sig í þessum World of War..e-ð..-leik. (Ok, ekki kannski mikið upp á síðkastið fyrst að tölvan er í hakki, en þú skilur ;P)Og svo dreymir þig svo mikið að þú þurfir að pissa því þú drekkur of mikið!;) Líkaminn er bara að segja þér að hætta að drekka svona mikið og segir þér það með draumunum!;)..
..haha:D nei ég veit ekki baun..bara hugarórar hérna...
Bææææ Sirrý skvísa!:)
...hmmm kannski eitthvað til í þessu hjá þér Ásta skásta en held að ég sé meira eins og litlu krakkarnir og meigi ekki drekka of mikið vatn rétt fyrir svefninn!! ;) En mikið rétt þetta með að spila við sjálfan sig og World of Warcraft þú ert ansi nösk á þetta stelpa!! :D Beina leið í draumráðningarskólann með þig... ;)
hahaha:D Jaaá, framtíðarstarfið fundið?! Nú get ég bara hætt í MR og farið að snúa mér að þessu af alvöru!;)
Já, vatn segirðu?;) Is that what they call it now a days;)?..hehehe..
Skrifa ummæli