föstudagur, maí 06, 2005

...allt í lagi vika að baki, hef svo sem ekkert gert merkilegt eða jú ég keyðti kort í ræktinni og búin að fara til þjálfara og fá prógramm. Nú er bara að byrja að tálga sig svo ég verði rosa skutla í haust! ;) Svo er bara afmæli á morgun, Gunnar verður 28 ára en ég ætla nú ekkert að hanga með honum enda býður hann ekkert upp á það, bara að vinna og svo staffapartý. En Alda ætlar að halda upp á sitt afmæli sem var 3.maí og við förum einhver saman út að borða og svo er partý heima hjá henni og svo bara bærinn. Hitti nú kannski kæróið þar ef ég verð rosalega ótrúlega heppin! :) Ekkert að gera í kvöld, enginn til að hanga með, éta með eða tala við. Eins gott að það sé sæmileg dagskrá í sjónvarpinu svo ég fari ekki alveg yfir um. Lýsi hér með eftir einhverjum til að gera eitthvað með mér í kvöld, býst ekki við að neinn lesi þetta í kvöld en það má alltaf reyna!!!

Uss best að koma sér úr skónum og jakkanum og leggjast upp í rúm. Kannski best að sofna bara smá hef amk eitthvað að gera á meðan, gæti dreymt eitthvað fallegt, skemmtilegt og skrítið!

Veit einhver um rosalega skemmtilega vinnu handa mér??? Er nefnilega að leita svo ég þurfi ekki að fara á sósíalinn...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég les alltaf bloggið þitt!;) Og ég mæli eindregið með Eurovision þættinum í kvöld, ef þú hefur ekkert annað að gera. Hann er mjög skemmtilegur! :D

adíos;*

Sirrý Jóns sagði...

..hej sá smá af Eurovisoin-þættinum sem var á laugardagskvöldið og hann var mjög skemmtilegur, hefði viljað sjá hann allan en var í afmælismat og á leiðinni í partýið. Kannski ég muni eftir honum næstum helgi!! :D