fimmtudagur, janúar 09, 2003
...ég er vöknuð, vaknaði klukkan 6:00! Kanski ekkert skrítið þar sem ég svaf meirihlutann af gærdeginum og sofnaði svo í öllum fötunum um klukkan hálf tvö í nótt!! Mér var eitthvað svo kalt að ég var að kúra mig undir sæng og hlusta á Spaugstofuna og horfa á Gumma sofa og svo bara búmm sofnaði ég líka!! Spaugstofan er ekkert smá fyndin, held þeir séu bara betri en þeir voru áður. Ástæðan fyrir því gæti líka verið að ég er eldri og skil meira en ég segji bara TAKK elsku tengdó fyrir að senda okkur þetta, við eigum svo eftir að kíkja á þáttinn með Jóni Gnarr og ég þarf að horfa aftur á síðustu þættina af Spaugstofunni því mínir elskulegu foreldrar hringdu í gærkveldi! :) TAKK pabbi fyrir að skrifa í gestabókina mína og með þessu áframhaldi verðurðu komin með eigin bloggsíðu eftir svona 70 ár - hehehehe - en ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að þú hafðir loksins kvittað fyrir komu þína!! :* Í dag byrjar svo heilsuátakið hjá mér aftur eftir 3ja vikna jólafrí og ég held upp á það með því að fá mér fjólubláann tröllatópas í morgunmat!! :) Málið er að við Gummi erum búin að úða í okkur nammi síðustu tvo daga til þess að klára nammið sem við eigum, viljum nefnilega ekki eiga það til því þá freistast maður alltaf til þess að vera að narta í það og það er vont fyrir tönslurnar og mallann og hana nú!! Þetta hefur gengið eitthvað hálf illa hjá okkur því við borðuðum svo lítið nammi um jólin, held meira að segja að ég hafi af-sykrast yfir jólin í staðinn fyrir að of-sykrast eins og venjan er!! Var eyndar rosalega veik um jólin og hafði ekki mikla lyst en eftir að mér batnaði var ég ekkert að sleppa mér í nammið eða matinn, hef nefnilega komist að því að maður nýtur þess betur að borða ef maður borðar ekki yfir sig! Hvað er líka gaman við að borða svo mikið af geðveikt góðum mat að maður sé með samviskubit í 8 klukkutíma eða meira eftir það, ég bara spyr?!?!?!?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli