föstudagur, janúar 24, 2003

...ok, ég veit að það er langt síðan ég hef bloggað og ástæðan fyrir því er andleysi!! Algjört andleysi er að ganga hjá Íslendingum í Skövde, amk. bera allir bloggarar sem bloggeftirlitskonan hefur heimsótt því við og hvað getur hún svo sem gert við því?!?!?!

Ég er hetja, já það er alveg satt!! Ég fór í bæinn í dag með honum Ara og bar heim, alveg alein, 10 bjóra, 2 stóra cider, 2 xider, fullt af mat og 1/2 kg af snakki!! Ari var svo góður að halda á 2 bjórum og gítarstrengjum fyrir mig og þess vegna er hann karlmenni!!! ;) Það er nefnilega partý á morgun og ég ætla að vera haugadrukkin, æla og drepast einhversstaðar og verða svo hræðilega þunn og svöng í allt sem er óhollt!! Hmmm, þegar ég les yfir þetta hljómar þetta ekkert voðalega rokkað svo ég sleppi því að æla, drepast og verða þunn en hitt má alveg standa!! :) Ég hlakka amk. mjög mikið til og ég veit að Gumma pínulítið flensuslappa hlakkar líka til og þess vegna er hann að reyna að láta sér batna og skipta um gítarstrengi á sama tíma! Kanski tilnefni ég hann hetju dagsins því hann er búinn að vera svo svakalega duglegur! Ég nefnilega fór út á flakk með öðrum manni og setti hann bara í þvottinn á meðan!! Ok, ekki í orðsins fyllstu merkingu en litla hetjan mín þvoði 3 vélar af þvotti á meðan ég var að kaupa áfengi og grænmeti!!

Fréttaskot til Íslands: Ég er búin að klippa af mér allt hárið, er með alveg stutt, stutt, stutt hár og ég gerði það sjálf með örlítilli hjálp frá Gumma hetju!! Fékk bara algjört ógeð á þessu síða hári og *klipp* *klipp* *klipp* allt í vaskinn, á gólfið og í ruslið!! Því miður er ennþá fullt af hárum út um allt baðherbergi því þeim tekst alltaf að fela sig þegar ég birtist blaðskellandi með fína rauða kústinn og fægiskófluna sem er í stíl!!!

Engin ummæli: