föstudagur, janúar 31, 2003

...það er nótt núna og ég er ekki sofandi! Ég er nefnilega lasin og svaf í allan heila dag og dreymdi hræðilega illa!! :( Ég átti að fara upp í KomVux og fá skýringar á hvernig námið á að vera hjá mér en þessi námsráðgjafi sem man ekki neitt var búinn að segja mér það. Ég hringdi auðvitað þangað og lét vita að ég kæmist ekki sökum flensu, lagðist aftur upp í rúm o gsofnaði svefni hinna réttlátu og veiku. Gummi var svo duglegur að "elda" Norrmalm (matvörubúð) kjúkling og kartöflustrá og svo keypti hann ponku, smá, pínu nammi handa veiku stelpunni með skeifuna!! ;) Undarlegt hvað ég get hugsað mikið um nammi stundum, það hefur sem betur fer farið mjög mikið minkandi, og svo loksins þegar það er búið að kaupa nammið þá borða ég smá og langar svo ekkert í meira en get samt ekki hætt!! Í þau skipti sem við Gummi ákveðum að fara og kaupa nammi þá finnst mér við aldrei vera búin að kaupa nóg er sa,t farin að treysta Gumma fyrir því hve mikið þarf að kaupa því hann kaupir aldrei alltof mikið eins og ég heldur bara svona akkúrat!! Ég er aftur á móti kanski búin að setja eitthvað í poka en finnst það aldrei vera nóg, ég moka og moka allskonar góðgæti ofan í þessa alltof stóru bréfpoka en vil svo helst kaupa líka súkkulaði og nammi sem er fyrirfram búið að setja í poka (hópnammi). Ætla að fara að láta Gumma alfarið sjá um þessi kaup á laugardögum því ég er ekki hæf til að ákveða hvað er mikið, hvað er lítið og hvað er ákkúrat!! Ætla að taka það fram við Ara og aðra sem þekkja til mín að ég er eiginlega komin með ógeð á krítum og tja öðru nammi eiginlega líka!! Það er samt eins og það sé búið að heilaþvo mann í því að á laugardögum á mann að langa í nammi og líka þegar maður ert slappur!! Það skrítna er að maður kaupir nammi því maður heldur að mann langi í það en svo þegar heim er komið kemur bara akkúrat hið gagnstæða í ljós!! Ég er viss um að það er samsæri í gangi hjá sælgætisframleiðendum og heilbrigðisyfirvöldum! Það er örugglega eitthvað efni í öllum þessu flensusprautum og barnaveikissprautum sem er búið að dæla í okkur í gegnum árin, efni sem lætur okkur verða alveg galin í sælgæti!! Hmmm hljómar ekkert ósennilega!!! ;)

Engin ummæli: