mánudagur, janúar 13, 2003

...undur og stórmerki gerast enn!!! Já,því ég vaskaði upp á laugardagskvöldið, tja eða var kvöld? Klukkan var rétt rúmlega 17 en við vorum amk að fara að borða kvöldmat!! :) Við ákváðum að Apúast og fengum okkur Sandras special sem er feikilega góð pizza með kjúkling, dósasveppum, 2 ananashringjum, hvítlaukskryddi og karrý! Þetta er þvílík og önnur eins snilld og ég er farin að hlakka til þegar mamma og pabbi koma í heimsókn (hvernær verður það eiginlega?) því þá ætla ég að kaupa svona pizzu, kebabpizzu og einhverja eina en rosalega góða pizzu! *slurp* Hmmm, hvað er búið að gersast upp á síðkastið?!?!?! Jú hún Jóna litla átti afmæli og í tilefni þess mættum við Lovísa í herbergið hennar og sötruðum smá áfengi (ég drakk bara 2 cider og 1 bjór alveg satt) . Við ætluðum að kíkja á kaffihús í bænum en svo var orðið svo áliðið að við fórum á Kåren, held þetta hafi nú bara verið í fyrsta skipti sem íslendingar eru seinir á því eða hvað??? Ok, ég var með 100 sek með mér, borgaði mig inn og keypti 4 bjóra og á 10 sek í afgang og þykir mér þetta bara mjög vel sloppið! :) Hmmm, annað markvert sem hefur gerst?!?! Aha ég er loksins búin að skipta um spurningu í gestabókinni minni og allir verða að skrifa upp á nýtt - hehehehe!!

Ok, nú er klukkan loksins orðin 06:02 og þá er bara einn og hálfur þangað til klukkan hjá Gumma fer að pípa, ji hvað ég hlakka til!! Það er svo einmannalegt að sitja svona ein um nótt eða morgun eða hvað það á nú að kalla þetta!! En í dag sofna ég ekkert svo sólarhringurinn komist á réttuna hjá mér!! Ég sem var svo dugleg á laugardaginn að sofna ekkert (ok, sofnaði í smástund með Gumma eftir kvöldmatinn) en svo var ég bara dregin á djammið með öllum illum látum og þá snérist sólarhringurinn aftur við og er alveg ramm öfugur - HOMMI !!!

Er farin að kíkja á barnaefnið, það byrjar nefnilega svo snemma á virkumdögum eða klukkan 06:00!! Ekki amarlegt að kíkja á nokkrar teiknimyndir og æfa sig í að hlusta á sænsku með miklum látum í bakgrunninum!! Hef nefnilega komist að því að það er bara erfiðara að skilja sumt barnaefni heldur en "fullorðinsefni" útaf því að það er oft svo mikið af öskrum og látum í bakgrunninum eða þá karakterar sem tala alveg óskiljanlega fáránlega! Kanski ekkert skrítið að það sé oft á tíðum (hei, ég hef oft á tíðum!!) erfitt að skilja barnaefni hérna þegar maður á oft í stökustu vandræðum með að skilja hvað þeir eru að reyna að böggla út úr sér í íslenskabarnatímanum!!! Röflið búið, ég er farin að stara (maður skilur oft betur ef maður starir á TíVí-ið eins og hálfviti) á krakkaefnið!!

Engin ummæli: