...hérna sit ég í kulda og trekki!! Ég er ekki að kvarta um kulda í herberginu mínu núna enda getur varla verið kalt hérna inni því það er hiti úti, snjórrinn farinn að bráðna og komin hálka!! En ég er með galopinn glugga og opið fram því ég var að elda og það er svo mikil sveppasteikingarfýla hérna inni!! Fór áðan inn í þvottahús að þvottahúsast, þegar ég var að labba inn í herbergi aftur (það var opið fram hjá mér á meðan) fann ég þessa skrýtnu fýlu og hugsaði "hvað voru þessi strákfífl að elda sé núna?" En lyktin varð sterkari þegar ég var komin fram hjá eldhúsinu og viti menn hún kom frá mér!! Þannig að ekki veitir af að lofta út úr þessu annars yfirleitt svo vellyktandi herbergi (eða er það ekki Ari?)!!! ;)
Annars er lítið að frétta af mér, nei nú lýg ég!!! Var í KomVux í dag að tala við Joakim flö námsráðgjafa (held ég) og ég er að fara í sænskupróf á fimmtudaginn klukkan 13:00!! Nú er ég allt í einu orðin kvíðin og get ekki komið mér að því að kíkja í bók! :( Málið er að ef mér gengur vel get ég byrjað að menntaskólast en ef mér gengur illa verð ég að vera í þessu fu***ng SFI kjaftæði lengur og ég bara meika það ekki!! Ég þarf ekki að læra stafina aftur ég gerði það þegar ég var 6 ára og hef haldið í þá þekkingu síðan þá! Ég spurði nú einmitt bara hreint út hvaða fíflaskapur það væri að hafa norræna nemendur meðöllum hinum innflytjendunum (ég er ekki kynþáttahatrari). Ég fékk ekkert svar en hann yppti þess í stað mjög fagmannlega öxlum!! Virtist vera mjög vanur þeirri hreyfingu!!!!! Reyndar finnst mér að það eigi að vera 2-3 bekkir í sænsku fyrir innflytjendur, 1 fyrir fólk sem talar nánast sama málið (við, Norðmenn, Danir, sumir Finnar, jafnvel Þjóðverjar). Annar fyrir fólk sem talar allt öðruvísi og algjörlega óskylt mál en notar samt sömu stafi og við og númer 3 fyrir fólk sem þarf að byrja alveg frá grunni þ.e. læra stafrófið og hvernig stafirnir eiga að vera í línunum eins og lítið p er með angan niður fyrir línuna en stórt P stendur á línunni!! Ég átti mjög erfitt með mig í tímanum þegar farið var í stafrófið og langaði mest að labba út og halda heim á leið! Ekki það að ég líti niður á fólk sem þarf á þessari kennslu að halda, auðvitað þurfa þeir sem alltaf hafa skrifað með táknum eða myndum á þessu að halda en við hin vorum bara alveg að klepra á meðan!!! Samt geðveikt flott að sjá hvernig þau gera þessi tákn eða myndir eða hvað þetta nú heitir! Ég sat hliðina á fullorðinni konu sem var einhverstaðar frá (auðvitað einhverstaðar, ekki var hún frá einskinsmannslandi!!!), hún átti mjög erfitt með að skrifa stafina okkar en þegar hún var að skrifa á sínu eigin móðurmáli - vá í - hvað það var flott, þetta var eins og lystaverk en ekki glósur! Það var líka kona frá Tælandi með mér í bekk og hún skrifaði með því að teikna nokkurnskonar myndir, ekki svona eins og múslímar gera heldur meira eins og margar litlar myndir (ekki kínverskt eða japanskt). Ekki eins flott og hitt og mynti mig óneitanlega á leynimál sem ég og frænka mín gerðum okkur þegar við vorum litlar!! :) Vá hvað ég er búin að skrifa mikið um þetta mál og svo er þetta örugglega ekkert skemmtileg lesning!! :( Hmmm, greyið þið sem lásuð þetta!! Hehehehe Ég er farin að gera eitthvað, kanski lesa sænsku, kanski vaska upp, lífið býður upp á svo ótal marga möguleika!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli