föstudagur, mars 03, 2006



...hver vill koma með mér á leikritið Hungur í Borgarleikhúsinu, litla sviði? Held að miðaverð sé 2500.-, annars er linkur hérna fyrir neðan. Rétt upp hönd sem vilja koma með!!

Hungur

Hungur er nýtt, íslenskt verk eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og verður frumsýnt á Litla sviðinu þann 18. febrúar næstkomandi. Hungur er um lífsbaráttu fjögurra einstaklinga í heimi þar sem útlitskröfurnar eru svo óraunhæfar að internetið er eini staðurinn þar sem hægt er að uppfylla þær. Hvað gerist þegar tveir anorexíusjúklingar mynda vináttutengsl, og þegar offitusjúklingur finnur sér loks maka sem elskar hvern einasta blett á henni?

Hungur er þriller um stjórnun, kynlíf, sjálfsaga, ást, fíkn, ímynd, fegurð og leit að fullkomnun.

Leikritið er sett upp af Fimbulvetri í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur, og hefur verið styrkt af Leiklistarráði, Listasjóði, Reykjavíkurborg, Heilbrigðisráðuneytinu, Menningarsjóði Íslandsbanka og Samfélagssjóði Alcan.

Eftirfarandi orð og setningar koma fyrir í verkinu:

Flóðhestur, hungurverkir, nærföt í yfirstærðum, klóak, sjálfsstjórn, anorexía, fegurðarstaðlar, rassadillandi klámdrottningar, sársauki, sellerí, my little pony, einn fyrir pabba, kjaftæði, sjálfsagi, skósíður kyrtill, fullkomnun, 39,7 kíló, kynlíf, óléttur fíll, ást snýst um fórnir, fegurð, finna fjársjóðinn við rætur regnbogans, Guð

“Matur er ekki óvinur þinn… þú ert falleg eins og þú ert… þetta er
náttúrulega bara afsakanir fyrir feitt fólk.”
- Dísa, 23 ára/Hungur

“Ef karlmenn eru farnir að fíla þessi herðatré sem eru í sjónvarpinu
endalaust, þá er það vegna þess að þeim er ekki boðið upp á neitt annað. Ég
er viss um að afar fáir karlmenn myndu virkilega vilja sofa hjá konu sem er
vaxin eins og ellefu ára gamall strákur.”
- Hallur, 38 ára/Hungur

“Hér áður fyrr, ef ég var að slá mér upp með einhverjum, þá datt mér ekki í
hug að leiða hann á almannafæri. Ég hugsaði alltaf með mér: Hvern langar til
að láta sjá sig með þessu? ...þú veist.”
- Ingibjörg 44 ára/Hungur

“Klárar anorexíur deyja aldrei.”
- Emma, 23 ára/Hungur


Leikendur:
Helga Braga Jónsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Þorsteinn Bachmann
Ásta Sighvats Ólafsdóttir

Ljósahönnun: Kári Gíslason
Leikmyndahönnun: Þórarinn Blönddal
Tónlist: Axel Árnason
Kvikmyndalist: Ósk Gunnlaugsdóttir
Búningahönnun: Ragna Fróðadóttir
Förðun: Petra Dís Magnúsdóttir
Framkvæmdastjórn: Árni Árnason

Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson...

3 ummæli:

gummo sagði...

Mér líkar ekki svo vel við þetta nef!!!

Sirrý Jóns sagði...

...maður sér nefhárin svo vel frá þessu sjónarhorni... ;)

gummo sagði...

hehehehe good times good times