þriðjudagur, september 30, 2008

...bara síðasti dagur mánaðarins í dag sem þýðir að þegar ég stimpla mig út á eftir verð ég búin að vinna heilan mánuð sem móttökuritari hjá HSA Seyðisfirði! :) Svo á morgun er fyrsti útborgunardagurinn minn og ég er hrikalega spennt og alveg rosalega kvíðin. Meina kannski er ég að vinna í hálfgerði sjálfboðavinnu, hver veit?? Kannski fæ ég almennileg laun, hver veit? Bíð spennt til morguns!

Kökuafmælið hennar Gullu var rosalega fínt og næs bara í alla staði. Eftir mikið kökuát og með því fórum við á Láruna. Ég fékk mér 2 litla öl og svo snemma heim. Er ekki stelpan að verða þroskuð? Þetta er allt að koma og ég finn peningana hlaðast upp á bankabókinni - eða þannig sko - alltaf eitthvað sem hægt er að eyða í, ef það er ekki bjór þá er það bara eitthvað annað!

Í gær fór ég svo til Gullu aftur með afmælisgjöfina hennar og fékk köku og vöfflur í staðinn. Var að stríða henni og neitaði að láta hana fá gjöfina fyrr en afmælisdagurinn væri runninn upp! :) Gera hana smá spennta. Gáfum hennni trefil sem ég keypti á handverksmarkaðnum hérna og hún var rosalega ánægð! :)

Núna er ég bara að bíða eftir að komast í kaffitímann minn. Búin að vera rosadugleg í dag að búa til excel skjal og svona dútlerí. Pantaði líka tíma hjá tannsa fyrir okkur Dawid svo núna bíð ég bara eftir að hann fái algjört áfall þegar ég segji honum hvað skoðunin kostar. 10 þús kall með röntgenmyndum er prísinn í dag! Hann verður ekki eldri þegar ég tilkynni honum þetta.

Verkefni dagsins er svo að panta smá frá Ikea og þvo þvott bæði á nr.3 og 10. Já það er mikið að gera á stóru heimili...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hhhmmmm eru launaupplýsingar ekki yfirleitt eitthvað sem maður fær uppgefið áður en maður byrjar ekki svona SURPRISE í lok mánaðar hehehe ; )
Kv. Århus

Sirrý Jóns sagði...

...sko ég var ekki alveg viss hvernig þetta virkaði, var með ákveðna tölu en vissi ekki hvort hún var fyrir mitt starf eða 100% starf svo ég bara beið og vonaði...kannski heimskulegt en ég varð bara eitthvað svo feimin við að spurja þó engar spuringar eigi að vera heimskulegar spurningar...

gulla sagði...

mamma eru kindur heimskar?

Já lambið mitt


hehe

Nafnlaus sagði...

Fær mar svo ekkert að vita hvort þú fékkst töluna eða bara helmingin ; )

Sirrý Jóns sagði...

...ég fékk helminginn enda var hitt frekar mikið fyrir hálft starf hjáríkisstofnun. Er samt alveg ánægð með það sem ég fékk. 3 tímar í vinnu á dag og borgaðir 4, þannig að ég er ekkert ósátt... :)

Nafnlaus sagði...

Ég man vel þegar maður var nýskriðinn upp í menntaskóla og fór að vinna þarna í eldhúsinu, þá fannst mér maður fá bara HEGLINGS borgað!

En allavegana, þá er ég ánægð með að þú sért ánægð með þetta!


ps. ég sá gamlann mann á hlaupahjóli bara hérna fyrir utan rétt í þessu =)