...mikið búið að vera um að vera upp á síðkastið. Er mætt á heimaslóðirnar í firðinum fagra og er að fara aftur suður á morgun. Jólin voru auðvitað yndisleg og gjafirnar hverri annari betri svo það er ekki hægt að kvarta yfir neinu þar. Hlakka voðalega til að fara suður á morgun og hitta Gunnar aftur og allt fólkið mitt þar en er samt leið yfir að vera að fara frá fjölskyldunni minni hérna. En allavegnann kemur hérna smá stikkorðalisti yfir hvað ég hef brallað í firðinum:
Borðað x alveg helvítis hellingur af mat en miklu minna af kökum og konfekti en venjulega.
Labbað x 6 eða meira, mikil heilsuefling átti sér stað um jólin.
Horft á sjónvarp x mjög lítið, en eitthvað smá samt.
Drukkið áfengi x 2, rauðvín á aðfangadagskvöld og einhver helvítis hellingur á annan í jólum.
Farið á barinn x 1, en bara í nokkrar mínútur.
Labbað heim í gullskóm og komst heil heim x 1 allt Nedda að þakka því ég fékk lánaðan arm hjá honum.
Slys x 1, datt á eldhúsgólfinu um mína eigin fætur og rak hökuna í þröskuldinn inn í þvottahús. Samt fegin að hurðin var opin því annars hefði ég örugglega rotast. Var mjög sárt og lítur ekki vel út en var amk ekki lamin í þetta skiptið!
Bíó x 1, skrapp í gamla góða bíóið okkar í gær og horfði á In her Shoes, alveg ágætis skemmtun eins og allt er hérna í fallega firðinum.
Kaffi hjá ættingujum x 5, fjöslkyldan klikkar aldrei á kaffikönnunni og meðlætinu og ekki má gleyma að minnast á jólagrautinn góða í hádeginu á aðfangadag.
Rúntur um bæinn x 4, allir svo góðir að rúnta fullt, Herdís 2x, Ásta 1x og pabbi 1x og svo auðvitaið fullt af smárúntum þegar var skroppið í búðarferðir og svoleiðis.
Ahhhh hljómar þetta ekki vel krakkar mínir?? Endalaus afslöppun og notalegheit í gangi í kaupstaðnum. Svo eru bara áramót ekki á morgun heldur hinn, held að partýið sem ég fer í í borginni geti bara ekki klikkað enda afbragðsfólk sem verður á staðnum...
2 ummæli:
Good that you're back ; ) (eða rétt að verða komin
ég er glöð að þú sért aftur komin hingað réttum megin á landið ;) gjöggað dress í gær :P
en omg!.. gleðilegt ár sæta og takk fyrir gamla :D ;* luvluv :) hehe
Skrifa ummæli